GRI tilvísunartafla
Árs- og samfélagsskýrsla Arion banka 2020 hefur verið undirbúin til samræmis við Global Reporting Initiative, GRI Core og UFS leiðbeiningar Nasdaq. Þá er einnig horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og 10 grundvallarviðmiða Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Arion banki er aðili að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi og hefur unnið að innleiðingu markmiðanna frá undirritun, í september 2019. Upplýsingar um framvindu þeirrar vinnu er að finna hér.
Upplýsingar sem settar eru fram í GRI tilvísunartöflu gilda fyrir árið 2020 og tengjast meginstarfsemi Arion banka. Lögð er áhersla á að uppfylla þá þætti sem snúa að lýsingu á starfseminni, samfélagslegum áhrifum hennar, mannauði, umhverfisáhrifum, stjórnarháttum og efnahag.
Deloitte hefur veitt álit með takmarkaðri vissu á ófjárhagslegri upplýsingagjöf Arion banka 2020 sem er sett fram samkvæmt Global Reporting Initiative (GRI) og UFS leiðbeiningum Nasdaq.
Gögn sem snúa að umhverfisáhrifum bankans eru unnin í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Klappir grænar lausnir. Gögnum er í flestum tilfellum streymt beint frá þjónustuaðilum í umhverfiskerfið Klappir Core. Í þeim tilfellum sem gagnastraumar voru ekki tiltækir var notast við bókhaldsgögn. Klappir grænar lausnir yfirfara jafnframt gögnin.
Gögn sem snúa að mannauði koma úr mannauðskerfi bankans og gögn sem snúa að stjórnarháttum byggja á stjórnarháttayfirlýsingu bankans. Fjárhagsupplýsingar hafa verið endurskoðaðar og staðfestar af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Við hlustum á hagsmunaaðila okkar og tökum tillit til þeirra sjónarmiða við val okkar á efnistökum í þessari skýrslu.
Upplýsingar um Arion banka |
||
GRI: 102-1 | Nafn fyrirtækis | Arion banki hf. |
GRI: 102-2 | Lýsing á starfsemi, þjónustu og vörum | Um Arion banka |
GRI: 102-3 | Staðsetning höfuðstöðva | Borgartún 19, 105 Reykjavík |
GRI: 102-4 | Staðsetning starfsstöðva | Útibú og þjónusta |
GRI: 102-5 | Eignarhald og lögform |
Hlutir og hluthafar í lok árs 2020 |
GRI: 102-6 | Markaðir | Um Arion banka |
GRI: 102-7 | Stærð og umfang fyrirtækis | Ófjárhagslegar upplýsingar: Félagslegir þættir Mannauður Ársreikningur |
GRI: 102-8 | Samsetning vinnuafls eftir eðli starfa, samningum og staðsetningu starfsstöðva | Ófjárhagslegar upplýsingar: Félagslegir þættir Mannauður |
GRI: 102-9 | Aðfangakeðja félagsins | Birgjar |
GRI: 102-10 | Mikilvægar breytingar á félaginu og aðfangakeðju | Helstu atburðir ársins |
GRI: 102-11 | Útlistun á beitingu varúðarákvæða eða aðferða innan fyrirtækisins |
Áhættuskýrsla |
GRI: 102-12 | Utanaðkomandi sáttmálar um fjárhagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg málefni eða önnur verkefni sem fyrirtækið hefur innleitt eða styður | Ábyrg bankastarfsemi: Skuldbindingar og vottanir |
GRI: 102-13 | Aðild að samtökum og/eða íslenskum/alþjóðlegum þrýstihópum þar sem fyrirtækið á fulltrúa í stjórn, tekur þátt í verkefnum, leggur til fé eða lítur á aðild sem mikilvæga | Ábyrg bankastarfsemi: Skuldbindingar og vottanir Einnig á bankinn aðild að Samtökum atvinnulífsins, Samtökum fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráði. |
Stefna |
||
GRI: 102-14 | Yfirlýsing frá æðsta stjórnanda fyrirtækis | Ávarp stjórnarformanns og ávarp bankastjóra |
Siðferði og heilindi |
||
GRI: 102-16 | Gildi, grundvallarreglur og viðmið í starfseminni | Stefna og framtíðarsýn Siðareglur |
Stjórnarhættir |
||
GRI: 102-18 | Stjórnskipulag | Stjórnarhættir: Stjórn og undirnefndir Ábyrg bankastarfsemi: Stýrihópur um samfélagsábyrgð |
GRI: 102-19 | Framsal valds | Stjórn hefur samþykkt umhverfis- og loftslagsstefnu bankans ásamt markmiðum en hefur ekki beint eftirlit með eða stjórnar loftslagstengdri áhættu. Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi |
GRI: 102-20 | Ábyrgð á framkvæmdastjórnarstigi á efnahags-, umhverfis- og samfélagslegum þáttum | Ábyrg bankastarfsemi: Stýrihópur um samfélagsábyrgð |
GRI: 102-22 | Samsetning stjórnar og nefnda á vegum stjórnar | Stjórnarhættir: Stjórn og undirnefndir |
GRI :102-23 | Upplýsingar um hvort stjórnarformaður er einnig framkvæmdastjóri | Stjórnarformaður er ekki í framkvæmdastjórn |
GRI: 102-24 | Tilnefning og val í stjórn | Starfsreglur tilnefningarnefndar |
GRI: 102-25 | Hagsmunaárekstrar | Upplýsingar um aðgerðir til að forðast hagsmunaárekstra eru aðgengilegar í starfsreglum stjórnar Listi yfir tengda aðila er til staðar innan bankans en er ekki birtur opinberlega. Upplýsingar um stærstu hluthafa er að finna hér. |
GRI: 102-26 | Hlutverk stjórnar í að setja gildi og stefnur | Starfsreglur stjórnar |
GRI: 102-32 | Æðsti stjórnandi sem formlega metur og samþykkir sjálfbærniskýrslu og tekur ábyrgð á að allir efnisþættir séu útlistaðir og metnir | Bankastjóri |
GRI: 102-33 | Upplýsingar um hvernig mikils háttar málefnum er miðlað til stjórnar | Starfsreglur stjórnar |
Hagsmunaaðilar og félagafrelsi |
||
GRI: 102-40 | Listi yfir hagsmunaðila | Hagsmunaðilar |
GRI: 102-41 | Hlutfall starfsfólks sem á aðild að kjarasamningum eða starfar samkvæmt lögum á vinnumarkaði | 100% |
GRI: 102-42 | Aðferðir við val á hagsmunaðilum | Hagsmunaðilar |
GRI: 102-43 | Nálgun á samskipti við hagsmunaaðila | Hagsmunaðilar |
GRI: 102-44 | Helstu atriði og málefni sem hafa komið upp hjá hagsmunaðilum | Hagsmunaðilar |
Viðfangsefni skýrslunnar |
||
GRI: 102-45 | Eignir í samstæðureikningi | Ársreikningur |
GRI: 102-46 | Ferlið við ákvörðun efnisvals skýrslunnar | Stjórnunarnálgun Hagsmunaðilar |
GRI: 102-47 | Listi yfir efni sem hefur verið valið í skýrsluna | Stjórnunarnálgun Hagsmunaaðilar |
GRI: 102-48 | Breyttar forsendur upplýsingagjafar í skýrslu | Gögn vegna umhverfisuppgjörs eru endurreiknuð samkvæmt nýjustu upplýsingum. Af því hlýst ákveðið misræmi ef uppgjör fyrir árið 2020 er borið saman við fyrri umhverfisuppgjör. Virðing fyrir umhverfinu |
GRI: 102-49 | Breytingar á skýrslugjöf | Ekki hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á skýrslugjöf frá fyrra ári. |
GRI: 102-50 | Tímabil sem upplýsingar í skýrslunni ná til | Árið 2020 nema annað sé tekið fram |
GRI: 102-51 | Upplýsingar um hvenær síðasta skýrsla var gefin út | 19.02.2020 |
GRI: 102-52 | Tíðni skýrslu | Árlega |
GRI: 102-53 | Tengiliðir vegna upplýsinga er varða skýrsluna og efni hennar | Samskiptasvið Arion banka, samskiptasvid@arionbanki.is |
GRI: 102-54 | Lýsing á fylgni við GRI staðalinn | Þessi skýrsla hefur verið gerð í samræmi við GRI Core staðalinn |
GRI: 102-55 | Lýsing á GRI tilvísunartöflu | Í tilvísunartöflunni eru textar og vefslóðir á það efni sem við á hverju sinni. |
GRI: 102-56 | Staðfesting ytri aðila á efni skýrslunnar |
Deloitte hefur veitt álit með takmarkaðri vissu á ófjárhagslegri upplýsingagjöf Arion banka 2020 sem er sett fram samkvæmt Global Reporting Initiative (GRI) og UFS leiðbeiningum Nasdaq. Gögn sem snúa að umhverfisáhrifum bankans eru unnin í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Klappir grænar lausnir. Gögnum er í flestum tilfellum streymt beint frá þjónustuaðilum í umhverfiskerfið Klappir Core. Í þeim tilfellum sem gagnastraumar voru ekki tiltækir var notast við bókhaldsgögn. Klappir yfirfara jafnframt gögnin. Gögn sem snúa að mannauði koma úr mannauðskerfi bankans og gögn sem snúa að stjórnarháttum byggja á stjórnarháttayfirlýsingu bankans. Fjárhagsupplýsingar hafa verið endurskoðaðar og staðfestar af Deloitte. |
Stjórnunarnálgun
GRI: 103-1 | Útskýring á viðfangsefni skýrslunnar og mörkum þeirra |
Í ársbyrjun 2021 gerði Arion banki könnun meðal hagsmunaaðila varðandi sjálfbærni og samfélagsábyrgð í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið CIRCULAR Solutions sem vann úr niðurstöðunum. Allt starfsfólk og stjórnendur fengu könnunina senda sem og úrtak viðskiptavina, birgja, samstarfsaðila og hluthafa. CIRCULAR vann jafnframt mikilvægisgreiningu fyrir bankann út frá áhrifum bankans á sviði lánveitinga og fjárfestinga.
Við val á viðfangsefni og mörkum þeirra út frá GRI staðlinum tókum við tillit til niðurstaðna úr hagaðilakönnunni og mikilvægisgreiningu bankans. Sjá umfjöllun hér.
Líkt og fyrri ár horfum við einnig til UFS leiðbeininga sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum hafa gefið út frá árinu 2017. Þessar leiðbeiningar, sem voru uppfærðar árið 2019, eiga að hjálpa fyrirtækjum sem eru skráð í kauphöll að upplýsa sína hagaðila um helstu atriði sem snúa að sjálfbærni á samanburðarhæfan máta.
Þrátt fyrir að bein umhverfisáhrif af starfsemi banka séu ekki mikil samanborin við aðrar atvinnugreinar teljum við engu að síður mikilvægt að upplýsa um þann þátt. Arion banki vill vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum og allt skiptir máli, stórt og smátt. Bankinn hefur sett sér það markmið að draga úr losun úr eigin starfsemi um 30% fyrir árið 2040 og hefur frá árinu 2015 verið aðili að loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og þar með skuldbundið sig til að birta árangurinn. Við val á viðfangsefnum í tengslum við GRI staðalinn veljum við því þá þætti sem snúa að losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi bankans sem við teljum viðeigandi að birta.
Við gerum okkur engu að síður grein fyrir því að áhrif bankans í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál eru mest þegar kemur að þjónustu okkar við viðskiptavini og þá ekki síst í gengum lánveitingar og eignastýringu. Við erum á þeirri vegferð að styðja betur við viðskiptavini okkar og samfélagið allt þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars út frá markmiðum Parísarsamkomulagsins og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Við munum, eftir því sem við náum betur utan um áhrif okkar lánasafns og fjárfestinga, upplýsa nánar um þau áhrif. Í ár gerum við grein fyrir áhrifum grænna innlána, sjá hér.
Ábyrg innkaup og samskipti við birgja í tengslum við þeirra frammistöðu í umhverfis- og loftslagsmálum skipta okkur miklu máli og á árinu innleiddum við nýtt UFS birgjamat. Í lok árs 2020 voru nýjar siðareglur birgja samþykktar sem verða innleiddar árið 2021. Við teljum mikilvægt að upplýsa um þessar aðgerðir og unnið er að því að ná betur utan um tölfræði í tengslum við innkaupin.
Mannauður bankans, jafnréttismál, fræðsla, heilsa og öryggi starfsfólk skipta miklu máli í starfsemi bankans og endurspeglast það meðal annars í stefnum bankans, svo sem mannauðsstefnu, fræðslustefnu, jafnréttisstefnu og heilsu- og öryggisstefnu.
Framkvæmdastjórn bankans samþykkti í ársbyrjun 2020 sex heimsmarkmið sem bankinn ætlar að leggja megináherslu á. Markmiðin sem unnið verður sérstaklega að eru markmið 5 um jafnrétti kynjanna, markmið 7 um sjálfbæra orku, markmið 8 um góða atvinnu og hagvöxt, markmið 9 um nýsköpun og uppbyggingu, markmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu og markmið 13 sem snýr að aðgerðum í loftslagsmálum. Þessi sex heimsmarkmið eru einnig höfð að leiðarljósi við val á efnisþáttum og mörkum þeirra.
Allir efnisþættir og mörk þeirra snúa að Arion banka, dótturfélög bankans eru ekki tekin með í þessari skýrslu nema það sé sérstaklega tekið fram.
GRI: 103-2 | Stjórnunarnálgun og þættir hennar |
Stýring einstakra viðfangsefna í GRI skýrslunni fer í gegnum sama ferli og önnur verkefni innan Arion banka, í gegnum stjórn eða yfirstjórn og viðeigandi svið og eftirlitseiningar. Í Arion banka er starfandi stýrihópur um samfélagsábyrgð. Verkefnastjóri samfélagsábyrgðar starfar á skrifstofu bankastjóra og heldur utan um starf hópsins. Meginverkefni hópsins snúa að stefnumótun á sviði sjálfbærni. Bankastjóri er ábyrgðarmaður sjálfbærnimála Arion banka.
Fjöldi stefna og reglna sem snúa að viðfangefni skýrslunnar hafa verið samþykktar af stjórn bankans og framkvæmdastjórn, meðal annars:
- Stefna Arion banka
- Stefna um samfélagsábyrg
- Umhverfis- og loftslagsstefna
- Mannauðsstefna
- Jafnréttisstefna
- Heilsu- og öryggisstefna
- Siðareglur
- Siðareglur birgja
- Reglur Arion banka um meðferð kvartana
- Persónuverndaryfirlýsing
- Reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
- Reglur um meðferð hagsmunaárekstra
Einnig er Arion banki aðili að ýmsum innlendum og erlendum sáttmálum og skuldbindingum í tengslum við ábyrga bankastarfsemi. Nánari upplýsingar hér.
Vísað er í umfjöllun um aðgerðir okkar varðandi einstök viðfangsefni í GRI tilvísunartöflu.
GRI: 103-3 | Mat á stjórnunarnálguninni |
Deloitte hefur veitt álit með takmarkaðri vissu á ófjárhagslegri upplýsingagjöf Arion banka 2020 sem er sett fram samkvæmt Global Reporting Initiative (GRI) og UFS leiðbeiningum Nasdaq.
Innri endurskoðun Arion banka gerði skoðun á birtingu ófjárhagslegra gagna fyrir árið 2019 og kom með fimm ábendingar sem unnið hefur verið úr fyrir árs- og samfélagsskýrslu bankans árið 2020.
Arion banki fékk framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar með 86 stig af 100 mögulegum og er þar í flokki A3. Matið byggist á árangri bankans á sviði umhverfis-, félags- og stjórnarhátta (UFS). Um þrjátíu innlendir útgefendur hafa farið í gegnum mat Reitunar og er meðaleinkunn þeirra 60 stig. Sjá umfjöllun hér.
Efnahagur |
|||
Fjárhagsleg frammistaða | |||
GRI: 201-1 | Bein verðmætasköpun og -dreifing | Ársreikningur | |
GRI: 201-3 | Yfirlit yfir skuldbindingar fyrirtækis vegna lífeyrisgreiðslna |
Samkvæmt kjarasamningum greiðir starfsfólk 4% af launum sínum í samtryggingarlífeyrissjóð og Arion banki greiðir 6% mótframlag. Bankinn greiðir 5,5% af heildarlaunum starfsmanns í séreignarsjóð fyrstu þrjú starfsárin en 7% eftir það. Í þeim tilvikum sem starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignarsjóð greiðir fjármálafyrirtæki mótframlag að jöfnu, allt að 2% á móti 2% framlagi starfsmanns. |
|
GRI: 201-4 | Fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum | Arion banki fékk enga fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum árið 2020 | |
Óbein efnahagsleg áhrif | |||
GRI: 203-1 | Fjárfestingar í innviðum og þjónustu samfélagsins | Skapandi efnahagslíf og nýsköpun Fyrirtækjasvið Viðskiptabankasvið |
|
GRI: 203-2 | Veruleg óbein efnahagsleg áhrif | Skapandi efnahagslíf og nýsköpun Fyrirtækjasvið Viðskiptabankasvið |
|
Öflun aðfanga | |||
GRI: 204-1 | Hlutfall innkaupa frá birgjum úr nærsamfélagi | Birgjar | |
Umhverfið |
|||
Orkunotkun | |||
GRI: 302-1 | Orkunotkun í starfseminni |
Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi |
|
GRI: 302-3 | Orkunotkun í hlutfalli við umfang fyrirtækis | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi | |
Vatn og frárennsli | |||
GRI: 303-5 | Vatnsnotkun | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi |
|
Losun gróðurhúsalofttegunda | |||
GRI: 305-1 | Bein losun gróðurhúsalofttegunda (umfang 1) |
Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi |
|
GRI: 305-2 | Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (umfang 2) |
Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi |
|
GRI: 305-3 | Önnur óbein losun gróðurhúsalofttegunda (umfang 3) |
Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi |
|
GRI: 305-4 | Kolefnisvísar í starfseminni | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi | |
GRI: 305-5 | Aðgerðir til að draga úr útblæstri | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi | |
Sorp | |||
GRI: 306-2 | Úrgangur eftir tegundum og förgunaraðferðum | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi | |
Fylgni við lög og reglur |
|||
GRI: 307-1 | Sektir og viðurlög sem fyrirtækið hefur sætt vegna brota gegn umhverfisverndarlögum | Engin brot eða sektir | |
Samfélagið |
|||
Mannauður | |||
GRI: 401-1 | Nýráðningar og starfsmannavelta eftir aldri, kyni og landssvæðum | Ófjárhagslegar upplýsingar: Félagslegir þættir | |
GRI: 401-3 | Fæðingarorlof | Upplýsingar um heildarfjölda starfsfólks sem átti rétt á fæðingarorlofi og tók orlof eftir kyni eru aðgengilegar hér. Upplýsingar um heildarfjölda starfsfólks sem snéri til baka og var enn starfandi hjá bankanum 12 mánuðum eftir endurkomu eru ekki tiltækar. |
|
Heilsa og öryggi starfsfólks |
|||
GRI: 403-3 | Heilsusamlegt vinnuumhverfi | Mannauður Heilsu- og öryggisstefna |
|
GRI: 403-6 | Aðgerðir til að styðja almennt við góða heilsu starfsfólks | ||
Þjálfun og fræðsla |
|||
GRI: 404-1 | Meðaltími fræðslu og þjálfunar starfsfólks | Ófjárhagslegar upplýsingar: Félagslegir þættir Mannauður |
|
GRI: 404-2 | Verkefni sem snúa að því að viðhalda og auka þekkingu starfsfólks og aðgerðir til að aðstoða starfsfólk við að aðlagast starfslokum | Arion banki leggur metnað sinn í að vanda til viðskilnaðar við starfsfólk sitt og miðar verklag að því að styðja við starfsfólk við starfslok með margvíslegum hætti. Mannauður |
|
GRI: 404-3 | Hlutfall þeirra sem fá reglulega endurgjöf á frammistöðu og þróun í starfi | Allt starfsfólk Arion banka fær reglulega endurgjöf. Hagsmunaaðilar Mannauður |
|
Fjölbreytileiki og jöfn tækifæri |
|||
GRI: 405-1 | Fjölbreytileiki meðal stjórnenda og starfsfólks eftir kyni og aldri | Ófjárhagslegar upplýsingar: Félagslegir þættir Mannauður |
|
GRI: 405-2 | Heildarlaun kvenna í samanburði við heildarlaun karla | Ófjárhagslegar upplýsingar: Félagslegir þættir | |
Mismunun |
|||
GRI: 406-1 | Fjöldi tilkynntra tilfella um mismunun og aðgerðir til að bregðast við þeim | Ófjárhagslegar upplýsingar: Félagslegir þættir |
|
Opinberar stefnur |
|||
GRI: 415-1 | Framlög til stjórnmálaflokka, stjórnmálamanna og tengdra aðila | Engin framlög voru árið 2020 til stjórnmálastarfs | |
Markaðssetning |
|||
GRI: 417-2 | Tilfelli þar sem ekki var farið eftir lögum og reglum varðandi vörur og þjónustu | Regluvarsla og persónuvernd | |
GRI: 417-3 | Tilfelli þar sem ekki var farið eftir reglum varðandi markaðssetningu | Regluvarsla og persónuvernd |
|
Persónuvernd viðskiptavina |
|||
GRI: 418-1 | Fjöldi kvartana varðandi brot á friðhelgi viðskiptavina og tap á gögnum viðskiptavina | Regluvarsla og persónuvernd | |
Fylgni við lög og reglur |
|||
GRI: 419-1 | Sektir vegna þess að ekki er farið eftir lögum og reglum á sviði samfélags- og/eða efnahagsmála | Regluvarsla og persónuvernd |