Hagsmunaaðilar

Viðskiptavinir Arion banka, hluthafar bankans, mannauður okkar og samfélagið í heild eru okkar helstu hagsmunaaðilar. Við hjá Arion banka gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að taka tillit til mismunandi þarfa þessara hópa og að skilja hvað skiptir þá mestu máli. Jákvæð og gagnkvæm samskipti við okkar hagsmunaðila eru grunnurinn að góðu samstarfi.

Mikilvægisgreining

Á árinu 2020 fengum við ráðgjafafyrirtækið CIRCULAR Solutions til að gera mikilvægisgreiningu á starfsemi bankans. Aðferðafræðin sem var notuð byggist á því að greina áhættur sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum og tekur mið af landfræðilegri staðsetningu bankans og starfsemi. Mikilvægisgreiningin var notuð til grundvallar hagaðilagreiningu en könnun var send til starfsfólks og úrtaks viðskiptavina, birgja, hluthafa og samstarfsaðila í ársbyrjun 2021. Könnunin snéri að mati haghafa á helstu áherslum bankans varðandi sjálfbærni og samfélagsábyrgð og verða þær niðurstöður nýttar til að skerpa enn frekar á áherslum bankans á sviði sjálfbærni og ábyrgrar bankastarfsemi.

Niðurstöðurnar, sem má sjá hér myndrænt fyrir neðan, hafa verið nýttar við endurmat og staðfestingu á vali á efnisatriðum í GRI skýrslu bankans, sjá tilvísunartöflu hér. Á myndinni sýnir X-ásinn miklvægi út frá greiningu CIRCULAR á því sem skiptir mestu máli fyrir Arion banka út frá landfræðilegri staðsetningu og starfsemi en Y-ásinn sýnir mikilvægi að mati hagaðila bankans sem svöruðu könnuninni.

Niðurstöður mikilvægisgreiningar

 

X-ásinn sýnir mikilvægi út frá greiningu CIRCULAR á því sem skiptir mestu máli fyrir Arion banka út fá landfræðilegri staðsetningu og starfsemi.
Y-ásinn sýnir mikilvægi samkvæmt mati allra hagaðila.  

Hér fyrir neðan má sjá þá þætti sem spurt var um í könnuninni


Liður

Ábyrgar fjárfestingar og lánveitingar

Ábyrgð í virðiskeðjunni (birgjar og viðskiptavinir)

Lánveitingar og fjárfestingar hvetji til umhverfisvottaðs húsnæðis

Aðlögun að loftslagsbreytingum (í lánveitingum og fjárfestingum)

Aukið framboð fjármálaafurða til minnihlutahópa

Spilling og mútur

Fjölbreytni og jafnrétti

Gagnsæi í starfsemi

Góð samkeppnishegðun

Góðir stjórnarhættir

Gott viðskiptasiðferði

Hæft starfsfólk

Kynjajafnrétti

Lánveitingar og fjárfestingar efli stjórnun úrgangs- og fráveitumála

Lánveitingar og fjárfestingar taki mið af loftmengandi efnum

Lánveitingar og fjárfestingar taki mið af líffræðilegum fjölbreytileika

Lánveitingar og fjárfestingar taki mið af loftslagsbreytingum

Netöryggi

Varnir gegn peningaþvætti

Vinnustaðlar og kjarasamningar

Virðing fyrir mannréttindum

Virk þátttaka í nærsamfélaginu

Stafræn þjónusta og lausnir

Í könnuninni meðal hagaðila var einnig spurt hversu mikilvægt þeir töldu hvert og eitt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vera fyrir starfsemi og áherslur Arion banka varðandi sjálfbærni í eigin rekstri, lánveitingar, fjárfestingar og innkaup.

Samkvæmt niðurstöðum sem sjá má hér fyrir neðan töldu hagaðilar markmið átta um góða atvinnu og hagvöxt vera mikilvægast, þar á eftir komu markmið númer fimm, sem snýr að jafnrétti kynjanna, og númer níu, sem snýr að nýsköpun og uppbyggingu.

Viðskiptavinir

Upplifun og ánægja viðskiptavina skiptir okkur höfuðmáli. Þess vegna leitum við sífellt nýrra leiða til að mæta þörfum viðskiptavina og bæta okkar þjónustu. Gerðar eru kannanir með það að markmiði að fanga upplifun viðskiptavina og kanna hversu líklegt er að þeir mæli með Arion banka út frá tilteknum þáttum. Niðurstöður þessara kannana eru nýttar með markvissum hætti til að þróa þjónustuna og skerpa áherslur hverju sinni. Á árinu 2020 skráðum við 17.800 ábendingar og hugmyndir frá viðskiptavinum.

Samfélagið og þar með starfsemi bankans markaðist mjög af heimsfaraldrinum COVID-19 á árinu og vann bankinn markvisst með viðskiptavinum, einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum að því að finna leiðir sem henta á þessum óvenjulegu tímum. Heimsóknum í útibú og höfuðstöðvar bankans fækkaði verulega vegna sóttvarnaaðgerða en notkun á öðrum leiðum líkt og netspjalli, tölvupósti og símaþjónustu jókst að sama skapi. Í lok árs hóf bankinn prófanir á nýrri þjónustuleið þar sem viðskiptavinir geta fengið þjónustu og ráðgjöf augliti til auglits í gegnum samskiptaforritið Teams. Þessi viðbót er liður í að stuðla að enn þægilegri bankaþjónustu með því að einblína á einföld og örugg samskipti við bankann.

Við buðum viðskiptavinum okkar upp á greiðsluhlé lána í ljósi aðstæðna og tókum þátt í aðgerðum stjórnvalda með sérstökum lánum til fyrirtækja. Nú sem fyrr höfum við lagt okkur fram um að sinna hlutverki okkar sem milliliður á markaði og miðla fjármagni frá þeim sem leita ávöxtunar til þeirra sem leita fjármagns. Við veitum einnig fyrirtækjum markvissa ráðgjöf, m.a. þegar kemur að kaupum og sölu fyrirtækja og fjármögnun á markaði, hvort sem um er að ræða útgáfu víxla, skuldabréfa eða hlutabréfa. Á árinu sameinuðum við fyrirtækjaþjónustu okkar á höfuðborgarsvæðinu í höfuðstöðvum bankans. Þar starfar nú samhentur hópur sérfræðinga sem veitir fyrirtækjum almenna fjármálaþjónustu og aðstoðar jafnframt útibú okkar á landsbyggðinni við að þjóna fyrirtækjum í þeirra nágrenni.

Við buðum viðskiptavinum okkar upp á greiðsluhlé lána í ljósi aðstæðna og tókum þátt í aðgerðum stjórnvalda með sérstökum lánum til fyrirtækja. Nú sem fyrr höfum við lagt okkur fram um að sinna hlutverki okkar sem milliliður á markaði og miðla fjármagni frá þeim sem leita ávöxtunar til þeirra sem leita fjármagns.

Við bjóðum snjallar lausnir og um 99% af öllum okkar snertingum við viðskiptavini fara nú í gegnum stafrænar þjónustuleiðir bankans. Arion appið, netbankinn og vefur Arion banka eru aðgengileg allan sólarhringinn alla daga ársins. Á Facebook-síðu bankans er einnig tekið á móti fyrirspurnum og ábendingum sem svarað er eins fljótt og kostur er. Notendur appsins eru nú um 86 þúsund og samkvæmt könnunum er Arion appið besta íslenska bankaappið fjórða árið í röð.

Arion appið er opið öllum, hvort sem einstaklingar eru í reglulegum viðskiptum við Arion banka eða ekki. Allir sem eru með rafræn skilríki geta sótt appið, stofnað reikninga, byrjað reglulegan sparnað, keypt tryggingar og einnig séð reikninga sína í öðrum bönkum sem og lífeyriseign sína. Arion banki leggur áherslu á að aðstoða og kenna viðskiptavinum á stafrænar lausnir bankans. Einnig fáum við viðskiptavini til liðs við okkur til að prófa nýjar stafrænar lausnir áður en þær eru teknar í gagnið. Þannig þróum við vörur okkar og þjónustu í samstarfi við viðskiptavini með það að markmiði að þær þjóni þeirra þörfum.

Nánari upplýsingar um Arion appið

Mannauður

Markmið Arion banka er að skapa jákvætt vinnuumhverfi til að geta haldið í og laðað að besta starfsfólkið. Unnið er markvisst að því að skapa hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og er ánægt í starfi. Starfsfólk er hvatt til að taka ábyrgð á eigin þróun, þekkingu og hæfni og áhersla er lögð á góð samskipti.

COVID-19 faraldurinn setti mark sitt á vinnustaðinn líkt og samfélagið allt á árinu. Áhersla var lögð á góða upplýsingagjöf og samskipti fóru að mestu fram í gegnum samskiptaforritið Teams. Könnun meðal starfsfólks leiddi í ljós að 92% töldu fjarvinnu hafa gengið frekar eða mjög vel og 67% vilja eiga þess kost að vinna heima hálfsmánaðarlega eða oftar. Til að koma til móts við óskir starfsfólks hefur verið útbúin fjarvinnustefna þar sem starfsfólki verður gefinn kostur á fjarvinnu.

Áhersla var lögð á góða upplýsingagjöf og samskipti fóru að mestu fram í gegnum samskiptaforritið Teams. Könnun meðal starfsfólks leiddi í ljós að 92% töldu fjarvinnu hafa gengið frekar eða mjög vel og 67% vilja eiga þess kost að vinna heima hálfsmánaðarlega eða oftar. Til að koma til móts við óskir starfsfólks hefur verið útbúin fjarvinnustefna þar sem starfsfólki verður gefinn kostur á fjarvinnu.

Reglulega eru sendar út rafrænar kannanir til starfsfólks, sem kallast Arion vísitalan, til að fylgjast með líðan og upplifun af starfsumhverfi og einnig til að starfsfólk geti komið ábendingum hratt og örugglega á framfæri. Arion vísitalan er samsett úr nokkrum kjarnaspurningum sem snúa meðal annars að líðan í starfi, markmiðasetningu og endurgjöf og var meðaltal svara 4,39 árið 2020, á skalanum 1-5. Vinnustaðagreining var einnig framkvæmd á árinu í samstarfi við Gallup á Íslandi. Í heild sinni voru niðurstöðurnar jákvæðar árið 2020 og mældist helgun starfsfólks 4,33 sem er sambærilegt niðurstöðum fyrri ára. Niðurstöður kannana gera stjórnendum kleift að bregðast við því sem betur má fara í starfseminni og viðhalda því sem vel er gert.

Nánari upplýsingar um mannauðsmál bankans

Hluthafar og skuldabréfaeigendur

Fjárfestatengsl bankans sérhæfa sig í samskiptum við hluthafa, skuldabréfafjárfesta, greinendur og aðra markaðsaðila. Fjármögnunarstefna Arion banka styður við stefnu og ímynd bankans og felur í sér að bankinn ætlar að vera leiðandi útgefandi á Íslandi, þökk sé góðum samskiptum við innlenda og erlenda fjárfesta, öflugri upplýsingagjöf og góðu lánshæfismati óháðra aðila. Haldnir eru reglulegir fundir með fjárfestum eftir uppgjör hverju sinni en einnig sinnir bankinn upplýsingagjöf á ýmsum ráðstefnum, fyrir útgáfu skuldabréfa og önnur tilefni.

Aðalfundur er haldinn að jafnaði í marsmánuði ár hvert. Aðalfundur (eða hluthafafundur) er einn helsti vettvangur fyrir hluthafa bankans til að hafa áhrif á stjórnun bankans. Á aðalfundi er m.a. kosið um stjórn, endurskoðendur og þau mál sem hluthafar eða stjórn hafa lagt fyrir fundinn.

Allar viðeigandi markaðsupplýsingar eru birtar í kauphallartilkynningum og ef um innherjaupplýsingar er að ræða eru þær birtar eins skjótt og unnt er og skilgreindar sem innherjaupplýsingatilkynningar (Market Abuse Regulation, MAR).

Ársfjórðungslega skipuleggur bankinn fundi fyrir markaðsaðila í tengslum við uppgjör bankans þar sem bankastjóri, fjármálastjóri og fulltrúar fjárfestatengsla kynna árshlutauppgjör bankans. Bankinn stefnir að því að halda markaðsdag fyrir hluthafa og markaðsaðila annað hvert ár. Síðustu markaðsdagar bankans voru haldnir árið 2019 í London og Reykjavík þar sem kynnt var uppfærð stefnumótun og áherslur á komandi misserum. Bankinn áformar að halda slíkan viðburð næst á haustmánuðum 2021.

Nánari upplýsingar um fjárfestatengsl Arion banka

Samfélagið í heild sinni

Arion banki er stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða og samfélagsábyrgð bankans snýst því ekki síst um ábyrgan og arðsaman rekstur en einnig um hvaða áhrif starfsemin, þ.e. lánveitingar og fjárfestingar, hafa á samfélagið og umhverfið. Í allri ákvarðanatöku metum við þá margvíslegu hagsmuni sem undir liggja og horfum til langs tíma ekki síður en skamms. Við leggjum mat á þann ávinning og þá áhættu sem ákvarðanir og lánveitingar geta falið í sér með ólíka hagsmuni í huga. Á hverju ári komum við að fjölda spennandi fjárfestingarverkefna með viðskiptavinum okkar, m.a. með það að markmiði að efla atvinnu- og viðskiptalíf hér á landi.

Við leggjum okkur fram um að vera til staðar fyrir frumkvöðla og hvetjum til nýsköpunar og grósku með stuðningi og samstarfi.

Nánari upplýsingar um ábyrga bankastarfsemi