Hlutir og hluthafar

Hlutafé Arion banka var í árslok 2020 1.730 milljónir króna að nafnvirði. Hlutafé félagsins tilheyrir allt einum flokki hlutafjár og er hver hlutur ein króna að nafnverði og eitt atkvæði. Viðskipti með hlutabréf bankans fara fram hjá Nasdaq Iceland en einnig hjá Nasdaq Stockholm í formi sænskra heimildaskírteina (SDR) þar sem eitt SDR jafngildir einum hlut. Aðalfundur Arion banka samþykkti þann 17. mars 2020 að lækka hlutafé bankans um 84 milljónir króna til jöfnunar eigin hluta, úr 1.814 milljónum króna í 1.730 milljónir króna að nafnverði en endurkaupaáætlun bankans lauk sama dag. Var lækkun á eigin hlutum tilkynnt þann 12. maí. Í árslok átti Arion banki sjálfur 11.858.184 af eigin bréfum sem jafngildir 0,69% af hlutabréfum í bankanum. Enginn atkvæðisréttur fylgir hlutum sem eru í eigu bankans. 

Stærstu hluthafar

Nokkrar breytingar urðu á eignarhaldi bankans á árinu. Hluthafar sem mest juku eignarhald sitt í bankanum voru Lífeyrissjóður verzlunarmanna um 3,79 prósentustig, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins um 2,56 prósentustig og Birta lífeyrissjóður um 1,51 prósentustig. Hluthafar sem minnkuðu mest hlut sinn voru Lansdowne Partners um -3,91 prósentustig, Goldman Sachs International um -3,72 prósentustig og Sculptor Capital Management um -3,41 prósentustig.

Í árslok 2020 var Taconic Capital stærsti hluthafi í Arion banka með 23,22% eignarhlut. Gildi lífeyrissjóður var annar stærsti hluthafi bankans með 9,92% eignarhlut.

Stærstu hluthafar – 31. desember 2020

Fjöldi hluta

%

Taconic Capital Advisors UK LLP

401.711.052

23,22%

Gildi lífeyrissjóður

171.583.919

9,92%

Lífeyrissjóður verzlunarmanna

129.054.941

7,46%

Sculptor Capital Management

105.841.058

6,12%

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

104.370.000

6,03%

Stoðir hf.

86.300.425

4,99%

Stapi Lífeyrissjóður

50.486.076

2,92%

Birta lífeyrissjóður

48.938.738

2,83%

Frjálsi lífeyrissjóðurinn

47.209.198

2,73%

Stefnir rekstrarfélag hf.

36.917.960

2,13%

Eaton Vance

36.436.880

2,11%

Íslandsbanki hf.

26.674.625

1,54%

Hvalur hf.

26.245.034

1,52%

Lífsverk lífeyrissjóður

23.670.451

1,37%

MainFirst Bank AG

19.774.364

1,14%

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja

19.563.676

1,13%

Lansdowne Partners

19.295.666

1,12%

Heimild: Modular Finance

Í lok árs 2020 voru rúmlega 62% hluthafa íslensk. Aðrir hluthafar voru fyrst og fremst frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Heildarfjöldi hluthafa bankans var um 7.400 í lok árs. 

Eignarhald - landaskipting

   31.12.2020   31.12.2019 
 Ísland 62,4%  45,4% 
 Bretland 24,6%  29,7% 
 Bandaríkin 8,9%  18,3% 
 Þýskaland 1,1%  1,9% 
 Svíþjóð 1,0%  1,4% 
 Annað 1,9%  3,4% 

Heimild: Modular finance

Hlutabréfaviðskipti og árangur

Á fyrsta ársfjórðungi 2020 mátti sjá mikla lækkun á hlutabréfum bankans sem fyrst og fremst má rekja til óvissu vegna COVID-19 faraldursins. Sú lækkun gekk til baka þegar leið á árið en hlutabréf hjá Nasdaq Iceland hækkuðu um rúmlega 10% á árinu og SDR hjá Nasdaq Stockholm lækkuðu um rúmlega 8%. Mismuninn má fyrst og fremst rekja til veikingar íslensku krónunnar gagnvart þeirri sænsku.

Þróun hlutabréfaverðs
Gengi hlutabréfa / gengi SDR
Heimild: Nasdaq

Meðalvelta á árinu 2020 með hlutabréf bankans og SDR lækkaði frá fyrra ári. Meðalvelta á dag var um 4,24 milljónir hlutabréfa og um 650 þúsund SDR eða um 4,9 milljónir samtals samanborið við um 6,7 milljónir árið 2019.

Þróun hlutabréverðs Arion banka og valinna meðalstórra (mid cap) banka á Norðurlöndum og bankavísitölu í Evrópu

Ef verðþróun hlutabréfa og SDR á árinu er borin saman við valda skráða banka af svipaðri stærðargráðu (mid cap) má sjá að þróun hlutabréfaverðs Arion banka kemur nokkuð vel út. Innlend hlutabréf Arion banka hækkuðu mest á árinu en færa má rök fyrir því að verðþróun heimildarskírteina bankans í Svíþjóð sé betri samanburður þar sem árangur þeirra endurspeglar einnig veikingu íslensku krónunnar á árinu. Árangur Arion banka og samanburðabanka kemur jafnframt mun betur út heldur en evrópska bankavísitalan (STOXX EUROPE 600 Banks)

Þróun hlutabréfaverðs Arion banka og vísitalna í Evrópu og á Norðurlöndum
Heimild: Bloomberg

Arðgreiðslur og endurkaup

Í janúar 2020 veitti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands Arion banka frekari heimild til kaupa á eigin bréfum, fyrir allt að 3,5 milljarða króna, sem var viðbót við 4,5 milljarða króna heimild frá árinu áður. Unnið var eftir uppfærðri áætlun fram að aðalfundi í mars 2020. Frá því að endurkaupaáætlunin hófst árið 2019 og fram að aðalfundi keypti bankinn um 82,5 milljónir eigin hluta og um 12,9 milljónir SDR heimildarskírteina. Á árinu 2020 keypti bankinn tæplega 50 milljónir eigin hluta og um 4,3 milljónir SDR heimildarskírteina.

Stjórn bankans lagði til að 10,0 milljarða króna arður yrði greiddur á árinu 2020 vegna uppgjörsársins 2019 eða sem samsvarar 5,5 krónum á hlut. Aðalfundur bankans ákvað hins vegar að fresta arðgreiðslu vegna óvissu í tengslum við COVID-19 faraldurinn sem jafnframt var í takt við tilmæli Seðlabanka Íslands. Á framhaldsaðalfundi Arion Banka þann 14. maí var svo samþykkt tillaga um að enginn arður vegna ársins 2019 yrði greiddur og hagnaður ársins myndi leggjast við eigið fé bankans.

Hlutabréf og sænsk heimildarskírteini (SDR) frá skráningu á almennan hlutabréfamarkað

2020

2019

2018

Hagnaður á hlut, í krónum

7,24

0,61

3,86

Arður á hlut, í krónum

0,00

5,00

5,00

V/H hlutfall

13,12

141,48

18,26

Markaðsvirði, ma.kr.

163

153

141

Markaðsvirði, ma.SEK.

10,5

11,9

9,4

Hlutabréfaverð, 31 desember, kr. á hlut

95

86,3

70,5

Hlutabréfaverð (í formi SDR*), 31. desember, SEK

6,12

6,69

5,18

Hæsta hlutabréfaverð á árinu (dagslokaverð), kr. á hlut

95

86,3

93,6

Hæsta hlutabréfaverð á árinu (SDR* dagslokaverð), SEK

6,85

6,69

8,07

Lægsta hlutabréfaverð á árinu (dagslokaverð), kr. á hlut

49

69,25

70,5

Lægsta hlutabréfaverð á árinu (SDR* dagslokaverð), SEK

3,49

5,25

5,18

Ávöxtun í árslok, kr.

10,1%

22,4%

-6,0%

Ávöxtun í árslok (SDR2*), SEK

-8,5%

29,2%

-15,2%

Ávöxtun hluthafa mælt í krónum, %

10,1%

29,5%

0,7%

A/V hlutfall mælt í krónum, %

0,0%

5,8%

7,1%

Meðalvelta á dag á Nasdaq Iceland (fjöldi hluta)

4.244.811

5.226.166

1.206.679

Meðalvelta á dag á Nasdaq Stockholm (fjöldi SDR*)

648.087

1.535.434

1.289.180

Fjöldi útistandandi hluta 31. desember (milljónir hluta)

1.718

1.773

1.814

Fjöldi útistandandi SDR2 31. desember (milljónir skírteina)

265

265

685

Fjöldi eigin hluta/SDR 31. desember (milljónir hluta)

12

41

186

Fjöldi útgefinna hlutabréfa

1.730

1.814

2.000

*SDR = Swedish depository receipt, one SDR represents one share
Heimild: Nasdaq og Arion banki, Modular finance