Stefna og framtíðarsýn

Viðskiptavinir okkar takast á við fjölbreytt verkefni og áskoranir og hafa ólík markmið. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim að grípa þau tækifæri sem gefast og hjálpa þeim að ná markmiðum sínum.

Leiðarljós Arion banka

Að standa öðrum framar með snjöllum og traustum fjármálalausnum sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar.

Arion banki leggur áherslu á:

Að standa öðrum framar

  • Lausnamiðuð og árangursdrifin menning
  • Framúrskarandi starfsfólk í hvetjandi umhverfi sem er skapandi, krefjandi og skemmtilegt
  • Samstarf við þá sem auka skilvirkni okkar og bæta vöruframboð

Að bjóða snjallar lausnir

  • Fjölbreytt og virðisaukandi þjónusta fyrir kröfuharða viðskiptavini
  • Þjónusta og ákvarðanir byggjast á gögnum og greiningu
  • Stafrænar lausnir sem gera þjónustuna þægilegri

Að skapa verðmæti til framtíðar

  • Setjum okkur í spor viðskiptavina og skiljum þarfir þeirra og markmið
  • Störfum af ábyrgð með sjálfbærni að leiðarljósi
  • Erum til staðar með hugvit, lausnir og fjármagn

Hornsteinarnir

Hornsteinarnir lýsa okkar karakter og hvernig við störfum.

Finnum lausnir

Við erum lausnamiðuð í öllu sem við gerum. Við temjum okkur nána samvinnu, bæði milli sviða bankans og við samstarfsaðila, og skapandi hugsunarhátt. Í starfsemi okkar erum við oft í hlutverki milliliðs þar sem mikilvægt er að við notum hugvit okkar og þekkingu til að finna snjallar og traustar lausnir fyrir viðskiptavini. Okkar árangur helgast af árangri viðskiptavina okkar.

Gerum gagn

Við leggjum grunn að góðum árangri viðskiptavina okkar og gerum þeim gagn með góðri þjónustu, fjölbreyttum lausnum og öflugri vöruþróun. Við gerum samfélaginu gagn með því að starfrækja góðan banka og leggjum okkar af mörkum til að hér á landi starfi traust og öflugt fjármálakerfi.

Komum hreint fram

Við komum hreint fram, af virðingu og gætum trúnaðar í hvívetna. Við vinnum af heilindum, erum sanngjörn og segjum hlutina eins og þeir eru. Við berum virðingu fyrir samfélaginu og ástundum góða viðskiptahætti. Þannig ávinnum við okkur traust viðskiptavina og samfélagsins.

Látum verkin tala

Það skiptir mestu hverju við komum í verk. Við forðumst ekki erfið verkefni heldur tökumst á við þau og vinnum af fagmennsku. Komum hlutum í framkvæmd og öxlum ábyrgð á okkar verkefnum og ákvörðunum. Sýnum frumkvæði í samskiptum og skjót viðbrögð og upplýsum um framgang mála. Við ætlum að vera áfram í fararbroddi hvað varðar árangursríka fjármálaþjónustu og stuðla að uppbyggingu og árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið allt.

Þægilegri bankaþjónusta

Við leggjum áherslu á skilvirka starfsemi, vinnum markvisst gegn sóun og styttum boðleiðir til að auka sveigjanleika og snerpu. Á hverjum degi viljum við gera betur í dag en í gær. Við tökumst á við vandamál með því að finna rót vandans og leita lausna. Þannig bætum við þjónustu og starfsemi okkar kerfisbundið. Stuðlum að betri upplifun og aukinni ánægju.

Við kappkostum að byggja upp langtímasamband við viðskiptavini okkar. Við mætum fjölbreyttum þörfum með því að setja okkur í spor þeirra og nýta sérþekkingu okkar, þjónustu og fjölbreytt vöruframboð á sviði fjármála svo að þeir nái sem mestum árangri.

Við kappkostum að byggja upp langtímasamband við viðskiptavini okkar. Við mætum fjölbreyttum þörfum með því að setja okkur í spor þeirra og nýta sérþekkingu okkar, þjónustu og fjölbreytt vöruframboð á sviði fjármála svo að þeir nái sem mestum árangri.

Í hröðu samfélagi nútímans vill viðskiptavinurinn ráða ferðinni. Hann vill ákveða sjálfur hvar, hvenær og hvernig hann nýtir sér þjónustuna. Þess vegna vinnum við stöðugt að því að mæta viðskiptavinum með þjónustu sem er þægileg og hentar á hverjum tíma. Stafræn tækni býður upp á skilvirkni, sveigjanleika og þar með aukna þjónustu við viðskiptavini. Þar höfum við skipað okkar í fyrsta sæti á Íslandi með öflugum og aðgengilegum lausnum.

Við viljum taka á móti viðskiptavinum okkar í eigin persónu þegar það á betur við, annaðhvort í aðgengilegum útibúum í alfaraleið eða á fjarfundum. Með þessu komum við til móts við ólíkar þarfir viðskiptavina við ólíkar aðstæður og auðveldum þeim að nýta sér þjónustuna okkar og þekkingu.

Þetta köllum við þægilegri bankaþjónustu.