Stjórn

Formaður

Brynjólfur Bjarnason

Brynjólfur er fæddur árið 1946. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi 20. nóvember 2014. Hann er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Brynjólfur er formaður stjórnar, starfskjaranefndar og lánanefndar stjórnar. Brynjólfur útskrifaðist með MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971.

Brynjólfur hefur starfað m.a. sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, forstjóri Skipta, forstjóri Símans og sem forstjóri Granda hf. Hann starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri AB bókaútgáfu og sem forstöðumaður hagdeildar VSÍ. Brynjólfur hefur mikla reynslu af stjórnarsetu og hefur setið í fjölmörgum stjórnum í gegnum tíðina og gegnt stjórnarformennsku í nokkrum þeirra. Í dag situr Brynjólfur sem varamaður í stjórn Ferguson ehf. og stjórnarmaður í Marinvest ehf. og ISAL hf.

Varaformaður

Herdís Dröfn Fjeldsted

Herdís er fædd árið 1971. Hún var fyrst kjörin í stjórn Arion banka á aðalfundi 15. mars 2018. Herdís er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Herdís var ráðin forstjóri Valitor, dótturfélags bankans, í nóvember 2020 en áður hafði hún tekið tímabundið við starfinu í mars s.á. Herdís hefur ekki tekið þátt í störfum stjórnar á þessu tímabili og hefur Sigurbjörg Á. Jónsdóttir, varamaður, tekið tímabundið sæti í stjórn í hennar stað.

Herdís útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðamarkaðssetningu úr Tækniháskóla Íslands árið 2004 og með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011. Herdís er auk þess með próf í verðbréfaviðskiptum.

Herdís starfaði sem forstjóri Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) frá 2014 en fyrir þann tíma starfaði hún sem fjárfestingarstjóri hjá FSÍ. Áður en hún hóf störf hjá Framtakssjóði Íslands starfaði hún sem sérfræðingur í fjárfestingaráðgjöf hjá Thule Investments. Herdís hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, m.a. sem stjórnarformaður VÍS hf., stjórnarformaður Icelandic Group, varaformaður stjórnar Promens og sem stjórnarmaður hjá Invent Farma, Medicopack A/S, Icelandair Group og Copeinca AS. Þá er Herdís meðlimur í Exedra. Í dag situr Herdís í stjórn Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins.

Stjórnarmaður

Gunnar Sturluson

Gunnar er fæddur árið 1967. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi þann 9. ágúst 2019. Hann er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Gunnar situr í lánanefnd stjórnar og tók jafnframt sæti í endurskoðunarnefnd í maí 2020, en hann sinnti þar formennsku um hríð eftir að að Herdís Fjeldsted tók tímabundið við starfi forstjóra Valitor.

Gunnar útskrifaðist með Cand.Jur gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1992, útskrifaðist með LL.M gráðu frá Háskólanum í Amsterdam árið 1995 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1993 og fyrir Hæstarétti Íslands árið 1999.

Gunnar starfaði fyrir Málflutningsskrifstofuna árin 1992-1999 og var meðeigandi stofunnar frá 1995. Hann hefur starfað hjá LOGOS lögmannsþjónustu frá árinu 2000 sem meðeigandi og starfaði sem faglegur framkvæmdastjóri 2001-2013. Gunnar sinnti stundakennslu í samkeppnisrétti við lagadeild Háskóla Íslands 1995-2007.

Gunnar hefur sinnt ýmsum stjórnarstörfum og var meðal annars stjórnarmaður í GAMMA hf. 2017-2019, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. 2016-2017, var stjórnarmaður í gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands, forseti FEIF, alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga frá 2014, stjórnarformaður Íslenska dansflokksins 2013-2016 og kjörinn í landskjörstjórn af Alþingi 2013-2017.

Stjórnarmaður

Liv Fiksdahl

Liv er fædd árið 1965. Hún var fyrst kjörin í stjórn Arion banka á aðalfundi 20. mars 2019. Hún er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Liv situr í starfskjaranefnd stjórnar og er formaður tækninefndar stjórnar, sem tók til starfa í desember 2020.

Liv útskrifaðist með gráðu í fjármálum og stjórnun frá Trondheim Business School (í dag NTNU) árið 1986. Árið 2018 kláraði Liv Programs in Big Data-Strategic Decisions and Analysis, The Innovative Technology Leader and Design Thinking frá Stanford University og Advanced Management Program for Executives in Management, Innovation and Technology frá Massachusetts Institute of Technology (MIT).

Í dag starfar Liv sem forstjóri innan fjármálaþjónustu hjá Capgemini Invent í Noregi og situr í stjórn Scandinavian Airlines SAS AB, Posten Norge AS og Intrum AB. Liv gegndi áður ýmsum stjórnarstöðum hjá DNB og var hluti af framkvæmdastjórn bankans í 10 ár, m.a. sem aðstoðarframkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs/rekstrarsviðs (e. Group EVP, CIO/COO) og aðstoðarframkvæmdastjóri rekstarsviðs (Group EVP, COO and Operations). Liv hefur víðtæka reynslu frá DNB og hefur gegnt ýmsum öðrum stöðum hjá bankanum. Fyrir það starfaði Liv m.a. sem viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Danske Bank/Fokus Bank og Svenska Handelsbanken. Liv hefur setið í fjölmörgum stjórnum, m.a. hjá BankAxept, Sparebankforeningen, Doorstep, Finans Norge og í bæjarstjórn sveitarfélagsins Þrándheims.

Stjórnarmaður

Paul Horner

Paul er fæddur árið 1962. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi þann 9. ágúst 2019. Hann er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Paul tók sæti í lánanefnd stjórnar í maí 2020 og tók þá jafnframt við formennsku í áhættunefnd stjórnar.

Paul útskrifaðist með meistaragráðu í tónlist frá University of Oxford árið 1983 og er félagi í UK Chartered Institute of Bankers.

Paul starfaði hjá Barclays PLC frá árinu 1988 til 2003 við ýmis stjórnunarstörf og áhættustýringu. Árið 2003 hóf Paul störf hjá The Royal Bank of Scotland Group (RBS) þar sem hann sinnti störfum framkvæmdastjóra og öðrum yfirmannsstöðum hjá Royal Bank of Scotland PLC. Paul var jafnframt skipaður í ýmsar stjórnunarstöður, m.a. á sviði áhættustýringar til júní 2019.

Á árunum 2012 til 2017 gegndi Paul stöðu yfirmanns áhættustýringar hjá Coutts & Co Ltd. og stöðu framkvæmdastjóra Coutts & Co Ltd, Zurich frá 2016 til 2017. Paul var framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Ulster Bank DAC, Dublin, og er í dag stjórnarmaður í Allied Irish Bank í London og Coutts & Co Ltd í Zurich.

Stjórnarmaður

Renier Lemmens

Renier er fæddur árið 1964. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á aðalfundi 20. mars 2019. Hann er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Renier hefur sinnt formennsku í endurskoðunarnefnd frá því í október 2020 og á jafnframt sæti í áhættunefnd stjórnar og tækninefnd stjórnar. Renier á einnig sæti í stjórn Valitor, dótturfélags Arion banka, og er formaður áhættu- og eftirlitsnefndar stjórnar Valitor.

Renier er með MBA gráðu frá INSEAD og meistaragráðu í tölvunarfræði frá Delft University of Technology.

Í dag starfar Renier sem prófessor í fjármálatækni og nýsköpun (e. FinTech and Innovation) hjá London Institute of Banking and Finance og er stjórnarformaður í TransferGo og Divido. Renier hefur m.a. starfað sem forstjóri Viadeo SA, var hluthafi hjá Ramphastos Investments, forstjóri (CEO EMEA) hjá PayPal, forstjóri Amodo Consumer Finance, framkvæmdastjóri rekstarsviðs International Retail & Commercial Banking hjá Barclays Bank og sem Consumer Finance Officer hjá GE Capital ásamt því að hafa starfað hjá McKinsey & Company. Þá hefur Renier setið í fjölmörgum stjórnum, m.a. Revolut, Zenith Bank Ltd., Novum Bank Ltd. sem formaður stjórnar, Antenna Company Ltd., Robin Mobile BV, VoiceTrust BV, Krefima NV og Arenda BV sem formaður stjórnar, ZA Life Assurance NV, First Caribbean International Bank og sem formaður stjórnar og forstjóri Budapest Bank.

Stjórnarmaður

Steinunn Kristín Þórðardóttir

Steinunn er fædd árið 1972. Hún var fyrst kjörin í stjórn Arion banka á hluthafafundi 30. nóvember 2017. Steinunn er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Steinunn situr í áhættunefnd, þar sem hún sinnti formennsku þar til í maí 2020, og lánanefnd stjórnar.

Steinunn er með meistaragráðu í alþjóðlegri stjórnun (MIM) frá Thunderbird, Arizona og BA gráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnmálafræði frá University of South Carolina.

Steinunn starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance í Noregi auk þess að gegna stöðu forstöðumanns alþjóðadeildar fyrirtækisins á sviði matvæla og sjávarfangs þar til í október 2017. Þá stofnaði Steinunn ráðgjafafyrirtækið Akton AS í Noregi 2010 og var framkvæmdastjóri þess til 2015. Hún starfaði áður hjá Íslandsbanka (síðar Glitni), fyrst sem forstöðumaður alþjóðalánveitinga og síðar sem framkvæmdastjóri bankans í Bretlandi. Steinunn sat áður í ýmsum stjórnum í Evrópu og var í stjórn Bankasýslu ríkisins árið 2011. Í dag er Steinunn stjórnarformaður Acton Capital AS og Akton AS og situr í stjórn Cloud Insurance AS. Hún situr jafnframt í stjórn Norsk-íslenska viðskiptaráðsins. Þá situr Steinunn í tilnefningarnefnd Símans.

Varamenn í stjórn

Ólafur Örn Svansson hæstaréttarlögmaður, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir lögfræðingur og Þröstur Ríkharðsson hæstaréttarlögmaður.