Stoðsvið

Fjármálasvið

Fjármálasvið miðlar fjármagni með arðbærum og skilvirkum hætti innan Arion banka og sér til þess að lausafjárstaða bankans sé ávallt í samræmi við kröfur stjórnar og eftirlitsaðila. Sviðið útvegar lánsfjármagn á innlendum og erlendum mörkuðum á hagstæðum kjörum sem gera bankanum enn betur kleift að þjónusta viðskiptavini.

Nánar

Skrifstofa bankastjóra

Undir skrifstofu bankastjóra falla meðal annars, fyrir utan bankastjóra sjálfan, aðstoðarmenn/ritarar, sérfræðingar í viðskiptaþróun og aðalhagfræðingur bankans. Jafnframt tilheyra mannauður, lögfræðiráðgjöf, samskiptasvið og fjárfestatengsl sem og regluvarsla og persónuverndarfulltrúi skrifstofu bankastjóra.

Nánar

Upplýsingatæknisvið

Arion banki hefur einsett sér að vera fremsti stafræni bankinn á Íslandi – veita þægilegustu bankaþjónustuna – með því að auka aðgengi viðskiptavina að stafrænum vörum og þjónustu bankans. Upplýsingatækni gegnir lykilhlutverki í að hrinda þessari stefnu í framkvæmd.

Nánar