Viðskiptabankasvið

Á viðskiptabankasviði Arion banka fá einstaklingar og fyrirtæki vandaða og fjölbreytta fjármálaþjónustu hvar og hvenær sem er. Bankinn starfrækir 17 útibú auk þjónustuvers ásamt því að gera viðskiptavinum sínum kleift að sinna sínum fjármálum í gegnum netbanka, vef, app og aðrar stafrænar lausnir. Framkvæmdastjóri sviðsins er Iða Brá Benediktsdóttir.

Þægilegri bankaþjónusta

Bankaþjónusta hefur þróast hratt á síðustu árum enda mikilvægt að veita viðskiptavinum góða og þægilega þjónustu þar sem og þegar þeim hentar best. Með aukinni eftirspurn eftir stafrænni þjónustu hefur bankinn lagt mikla áherslu á að auka úrval hennar. Arion banki hefur verið í forystu á þessu sviði og samkvæmt skoðanakönnunum hefur bankinn ótvírætt forskot á samkeppnisaðila sína. Arion banka appið var til dæmis besta bankaappið á Íslandi að mati viðskiptavina bankanna, fjórða árið í röð samkvæmt könnun MRR.

Er svo komið að um 99% allra snertinga við viðskiptavini bankans eru í gegnum stafrænar leiðir eins og app og netbanka. Þá sýnir samantekt Finalta fyrir árið 2020 að 73% af sölu á vörum bankans fara fram í gegnum stafrænar leiðir og hefur bankinn skipað sér í sérflokk í heiminum hvað þetta varðar. Arion banki fékk á árinu sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Íslensku vefverðlaununum fyrir að vera kyndilberi í stafrænni þjónustu hér á landi. Í umsögn dómnefndar sagði að Arion banki hefði rutt veginn fyrir stafræna innleiðingu á Íslandi með flottum og framúrstefnulegum lausnum fyrir notendur með því að hugsa út fyrir kassann, setja þarfir notenda í fyrsta sæti og veita þeim þannig betri þjónustu og ánægjulega upplifun.

Þá sýnir samantekt Finalta fyrir árið 2020 að 73% af sölu á vörum bankans fara fram í gegnum stafrænar leiðir og hefur bankinn skipað sér í sérflokk í heiminum hvað þetta varðar.

Útibúakerfið þróast í takt við breytta tíma

Það reyndi á stafrænu leiðirnar á árinu 2020 þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hafði þau áhrif að eingöngu var opið fyrir bókaða fundi í útibúum bankans stóran hluta ársins. Samhliða því að auðvelda viðskiptavinum að afgreiða sig sjálfir í gegnum stafrænar lausnir var haldið áfram að vinna að aukinni skilvirkni í starfseminni með því að draga úr yfirbyggingu og fækka fermetrum í útibúanetinu. Voru útbú sameinuð og opnunartími annarra styttur sem viðbragð við breyttri eftirspurn. Útibúin eru hönnuð til styðja við virðisaukandi þjónustu starfsfólks, s.s. lífeyris- og fjármálaráðgjöf, og greiða aðgengi að hraðþjónustuleiðum. Símtölum í þjónustuver fjölgaði og styður nú starfsfólk bankans á landsbyggðinni við samstarfsfólk sitt í þjónustuveri bankans.

Græn framtíð

Arion banki hefur sett sér metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu í takt við heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna og markmið Parísarsamkomulagsins. Arion banki ætlar að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn loftlagsbreytingum og hjálpa viðskiptavinum sínum að gera slíkt hið sama. Hefur viðskiptabankasvið nú þegar kynnt þrjár grænar vörur sem viðskiptavinir hafa tekið fagnandi; græn íbúðalán, græn innlán og græn bílalán.

Tæplega 200 milljarðar í ný íbúðalán 

Vaxtalækkanir á árinu ollu miklum vexti í endurfjármögnun íbúðalána og mikið líf færðist jafnframt í fasteignamarkaðinn. Um helmingur íbúðalánasafns bankans, tæplega 200 milljarðar króna, eru lán sem voru veitt á árinu 2020. Tæplega 21 þúsund greiðslumöt voru framkvæmd og 95% þeirra voru alfarið rafræn.

Á árinu voru kynntar ýmsar nýjungar á sviði íbúðalána. Fyrst má nefna viðbótaríbúðalán sem eru lán sem henta þeim sem vilja taka íbúðarlán frá lífeyrissjóðnum sínum en þurfa hærra lán en sjóðurinn veitir. Í haust var svo byrjað að bjóða íbúðalán sem tengd eru erlendri mynt. Þau eru fyrir þá sem eru með tekjur í erlendri mynt eða með lögheimili erlendis.

Til að bregðast við tekjuskerðingu lántaka í kjölfar COVID-19 var lántökum boðið greiðsluhlé á lánum. Hægt er að sækja um greiðsluhlé í allt að níu mánuði og fengu um tvö þúsund einstaklingar greiðsluhlé lána á árinu. Umfangið var mest í apríl og maí en þá voru um 1.500 viðskiptavinir með íbúðalán í greiðsluhléi. Umfangið minnkaði hratt þegar leið á haustið og um áramótin voru rúmlega 250 viðskiptavinir með íbúðalán í greiðsluhléi.  

Til að bregðast við tekjuskerðingu lántaka í kjölfar COVID-19 var lántökum boðið greiðsluhlé á lánum. Hægt er að sækja um greiðsluhlé í allt að níu mánuði og fengu um tvö þúsund einstaklingar greiðsluhlé lána á árinu. Umfangið var mest í apríl og maí en þá voru um 1.500 viðskiptavinir með íbúðalán í greiðsluhléi. Umfangið minnkaði hratt þegar leið á haustið og um áramótin voru rúmlega 250 viðskiptavinir með íbúðalán í greiðsluhléi.

Mikil aukning innlána

Framboð innlánsreikninga var endurskipulagt með það að markmiði að einfalda og tryggja að framboðið uppfyllti betur þarfir viðskiptavina. Breytingunum var afar vel tekið og var 84% aukning í stofnun sparnaðarreikninga í janúar 2020 borið saman við janúar 2019. Boðið var upp á þá nýjung í Arion banka appinu að viðskiptavinir geta nú sett sér sparnaðarmarkmið og séð þau myndrænt. Yfir fjögur þúsund viðskiptavinir settu sér sparnaðarmarkmið á árinu.

Um mitt ár 2020 kynnti Arion banki til leiks græna innlánareikninga sem bera heitið Grænn vöxtur. Reikningarnir eru fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum til vistvænni framtíðar. Um er að ræða fyrsta græna innlánareikninginn hér á landi. Í upphafi voru innlánin aðeins nýtt til fjármögnunar grænna bílalána Arion banka en vegna vinsælda Græns vaxtar þurfti að útvíkka umgjörð reikningsins og fara nú fjármunir viðskiptavina einnig í að fjármagna verkefni sem styðja við hringrásarhagkerfið og mengunarvarnir og -stýringu. Í árslok 2020 námu græn innlán rúmum 5 milljörðum króna.

Innlán viðskiptabankasviðs hafa sögulega aldrei hækkað jafnmikið á einu ári, bæði þegar horft er til innlána einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Innlán einstaklinga sem tilheyra viðskiptabankasviði jukust um 26,1 milljarð króna sem er þrisvar sinnum meiri aukning en árið 2019.

Góður árangur í bílalánum

Bílafjármögnun Arion banka gekk vel á árinu og var 26% útlánaaukning frá fyrra ári. Kjör bankans eru mjög samkeppnishæf og er lánakerfi bílalána eitt það besta á markaðnum í dag. Viðskiptavinir geta gengið frá bílasamningi 100% rafrænt og pappírslaust. Beinn rekstrarkostnaður bílafjármögnunar dróst saman um 52% frá fyrra ári þrátt fyrir mikla útlánaaukningu og er Arion banki því mjög vel í stakk búinn til að takast á við harða samkeppni á þessum markaði.

Bílafjármögnun Arion banka gekk vel á árinu og var 26% útlánaaukning frá fyrra ári. Kjör bankans eru mjög samkeppnishæf og er lánakerfi bílalána eitt það besta á markaðnum í dag. Viðskiptavinir geta gengið frá bílasamningi 100% rafrænt og pappírslaust.

Græn bílalán Arion banka bera samkeppnishæf vaxtakjör og eru lántökugjöld felld niður vegna fjármögnunar á hreinum rafmagnsbílum og 50% afsláttur veittur af lántökugjöldum vegna fjármögnunar á öðrum vistvænum ökutækjum. Með þessu vill Arion banki hvetja til orkuskipta í samgöngum og stuðla að lækkun kolefnisspors frá bílaflota íslendinga. Hlutdeild grænna bílalána var 10% af heildarútlánum bílafjármögnunar Arion banka á árinu og eins og fyrr segir eru grænu bílalánin fjármögnuð með grænum innlánum bankans.

Aukin sjálfvirkni við veitingu ótryggðra útlána

Á árinu var unnið í því að auka sjálfvirkni lánaferla með það að leiðarljósi að viðskiptavinir geti afgreitt sig sjálfir í auknum mæli. Hlutfall þeirra sem afgreiða sig sjálfir um ótryggð útlán hækkaði úr 49% í 57% á milli ára. Ánægjulegt er að sjá að vanskil vegna skammtímafyrirgreiðslu lækkuðu töluvert á árinu. Þá fjölgaði þeim viðskiptavinum sem fá sjálfvirkt framlengda yfirdráttarheimild á sínum reikningum.

Á árinu hófst samstarf við Leiguskjól, sem er dótturfélag bankans, en allar leiguábyrgðir félagsins eru nú gefnar út af Arion banka. Mikil ánægja er meðal viðskiptavina og mikill vöxtur hefur verið í eftirspurn eftir húsaleiguábyrgðum. Samstarfið hefur farið vel af stað og Arion banki gefið út yfir 1.100 ábyrgðir í samstarfi við félagið.

Lífeyrissparnaður í appið

Arion banki kynnti á árinu fyrstur íslenskra banka yfirsýn yfir lífeyrismál í appinu. Lausnin eykur aðgengi og vitund viðskiptavina bankans um lífeyrismál sem hafa nú einstaka yfirsýn yfir núverandi stöðu á séreignasparnaði og skyldusparnaði. Einnig er hægt er að sækja um viðbótarsparnað, sameina uppsafnaðan séreignarsparnað á einn stað og sjá áætlaða stöðu við starfslok og mánaðarlegar útgreiðslur.

Lítil og meðalstór fyrirtæki

Fyrirtækjaþjónusta viðskiptabankasviðs sérhæfir sig í þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki, ásamt félagasamtökum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum. Á árinu voru gerðar töluverðar breytingar á þjónustunni með það að markmiði að auka frumkvæði okkar gagnvart viðskiptavinum og efla ráðgjöf. Einnig þurfti að bregðast við þeim óvæntu aðstæðum sem sköpuðust vegna COVID-19 faraldursins. Hér ber hæst sameining fyrirtækjaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu á einn stað í höfuðstöðvum bankans undir heitinu fyrirtækjatorg. Þar er veitt öll almenn fyrirtækjaþjónusta með áherslu á ráðgjöf. Á fyrirtækjatorgi Arion banka starfar reynslumikið starfsfólk með þekkingu úr flestum greinum atvinnulífsins. Ásamt beinni þjónustu við viðskiptavini á höfuðborgarsvæðinu sinnir fyrirtækjatorg vöru- og viðskiptastýringu og aðstoðar útibú bankans við að þjóna fyrirtækjum víðsvegar um landið.

Á árinu var mikil áhersla lögð á að vinna með lánasafn bankans til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem hefur skilað sér í betri arðsemi safnsins. Töluverð áhersla var á sókn á innlánamarkað sem skilaði afar góðum árangri. Jukust kjarnainnlán fyrirtækja töluvert umfram áætlanir sviðsins. Þá áttu Græn innlán bankans þátt í þeim góða árangri sem fyrirtækjaþjónustan náði í þessari sókn.

Á árinu var mikil áhersla lögð á að vinna með lánasafn bankans til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem hefur skilað sér í betri arðsemi safnsins. Töluverð áhersla var á sókn á innlánamarkað sem skilaði afar góðum árangri. Jukust kjarnainnlán fyrirtækja töluvert umfram áætlanir sviðsins. Þá áttu Græn innlán bankans þátt í þeim góða árangri sem fyrirtækjaþjónustan náði í þessari sókn.

Vegna efnahagsáhrifa COVID-19 var samkomulag gert á milli ríkis og banka um veitingu stuðnings- og brúarlána. Allt kapp var lagt á að gera ferlið eins rafrænt og skilvirkt og hægt var. Í þeirri vinnu lögðust öll svið bankans á eitt og var útkoman stafræn lánalausn þar sem lánaumsóknir sem uppfylltu skilyrði lánveitingar fengu 100% stafræna afgreiðslu, frá umsókn til útgreiðslu, á aðeins nokkrum mínútum. Á árinu veitti bankinn 321 stuðningslán og voru 85% lánaumsókna afgreidd með algjörlega sjálfvirkum hætti.

Þá var stafrænt ferli við stofnun viðskipta endurhannað og stórt skref tekið þegar endurnýjun áreiðanleikakönnunar var komið í rafrænt form á vef bankans. Þetta nýja ferli auðveldar viðskiptavinum að uppfylla upplýsingaskyldu sína gagnvart lögum um peningaþvætti og fækkar handtökum starfsfólks við þá vinnu.

Á árinu voru líka kynnt svokölluð atvinnutækjalán. Það er eignatryggð fjármögnun bifreiða og tækja fyrir lögaðila, bændur og einyrkja. Er þessi nýja þjónusta svar við aukinni eftirspurn eftir fjármögnun ökutækja og vinnuvéla.

Virk þátttaka viðskiptabankasviðs í uppbyggingu efnahagslífsins styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 8 um góða atvinnu og hagvöxt og markmið 9 um nýsköpun og uppbyggingu.

Vaxtaberandi eignir sviðsins námu í árslok um 517 milljörðum króna. Útlán til viðskiptavina voru um 515 milljarðar króna eða sem nemur um 63% af heildarútlánum Arion banka til viðskiptavina. Útlán til viðskiptavina skiptast í 84% til einstaklinga og 16% til fyrirtækja (minni og meðalstór).

Skipting lánasafns sviðsins til fyrirtækja eftir atvinnugreinum 31.12.2020
%

Opin bankaþjónusta felur í sér margvísleg tækifæri

Þróun í fjármálaþjónusta er í auknum mæli að færast yfir í það sem gjarnan er kallað opin bankaþjónusta (e. open banking). Hugtakið opin bankaþjónusta er ekki nýtt af nálinni en hefur verið áberandi undanfarið m.a. vegna PSD2, nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins sem stendur til að innleiða hér á landi á árinu 2021. PSD2 kveður á um að fjármálastofnanir opni á grunnkerfi sín fyrir aðila með tilskilin leyfi og geri þeim kleift að sækja greiðsluupplýsingar, greiðsluyfirlit og að framkvæma greiðslur fyrir hönd viðskipavina sinna. Markmiðið er m.a. að auðvelda nýjum aðilum aðgang að fjármálamarkaði og stuðla að aukinni samkeppni á þeim markaði.

Í þessu felast gríðarleg tækifæri fyrir banka og viðskiptavini þeirra og þá sérstaklega þegar horft er til aukins samstarfs við fjártæknifyrirtæki. Stefna Arion banka þegar kemur að opinni bankaþjónustu er annars vegar að bjóða framúrskarandi stafrænar lausnir og app sem er miðpunktur fjármála heimila og fyrirtækja og hins vegar að efna til markviss samstarfs við þriðju aðila þegar kemur að þjónustu. Jafnvel út fyrir hefðbundna bankaþjónustu til hagræðis og þæginda fyrir viðskiptavini. Arion banki hefur þegar tekið spennandi skref í þessa átt eins og samstarf við Meniga, Vörð, CreditInfo og Leiguskjól ber vitni. Bankinn er einnig aðili að Fjártækniklasanum og hefur verið virkur samstarfsaðili og fjárfestir í frumkvöðlaumhverfinu á undanförnum árum.