Þjónustusvið

Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið

Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið veitir fyrirtækjum og stofnunum heildstæða þjónustu varðandi fjármögnun, innlán og ráðgjöf. Þjónusta sviðsins nær m.a. til aðilaskipta að fyrirtækjum, sameiningar fyrirtækja og fjármögnunar þeirra, sem og undirbúnings og ráðgjafar vegna skráningar skuldabréfa og hlutabréfa á verðbréfamarkað í samstarfi við markaði.

Nánar

Markaðir

Markaðir samanstanda af eignastýringu og markaðsviðskiptum. Eignastýringin skiptist í eignastýringu fagfjárfesta, einkabankaþjónustu og rekstur lífeyrissjóða. Eignastýring Arion banka stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina samkvæmt fyrir fram ákveðinni fjárfestingarstefnu hvers og eins. Markaðsviðskipti sinna miðlun verðbréfa fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini bankans. 

Nánar

Viðskiptabankasvið

Á viðskiptabankasviði Arion banka fá einstaklingar og fyrirtæki vandaða og fjölbreytta fjármálaþjónustu hvar og hvenær sem er. Bankinn starfrækir 17 útibú auk þjónustuvers ásamt því að gera viðskiptavinum sínum kleift að sinna sínum fjármálum í gegnum netbanka, vef, app og aðrar stafrænar lausnir. 

Nánar