Stakksberg
Stakksberg ehf. er félag í eigu Arion banka sem snemma á árinu 2018 tók yfir kísilverksmiðjuna í Helguvík af þrotabúi Sameinaðs silíkons. Umhverfisstofnun hafði áður stöðvað rekstur kísilverksmiðjunnar í septembermánuði 2017 vegna annmarka á rekstri sem fólu í sér frávik frá starfsleyfi.
Stakksberg hefur fengið öll nauðsynleg leyfi til rekstrarins yfirfærð til sín, sem og raforkusamning, og jafnframt unnið úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna sem hefur hlotið samþykki Umhverfisstofnunar. Stakksberg vinnur einnig að gerð nýs umhverfismats fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Mun hið nýja umhverfismat taka til framkvæmda við úrbætur og breytingar á verksmiðjunni til að uppfylla kröfur Umhverfisstofnunar í samræmi við framangreinda úrbótaáætlun.
Stakksberg er flokkað sem eign til sölu og er markmið Arion banka að selja félagið og eignir þess.