Um Arion banka
Arion banki leggur áherslu á að byggja upp langtíma viðskiptasamband við viðskiptavini sína og nýtur sérstöðu hvað varðar framsækna og nútímalega bankaþjónustu. Bankinn er skráður á aðallista kauphallanna Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.
Arion banki þjónar heimilum, fyrirtækjum og fjárfestum og leggur sérstaka áherslu á að uppfylla þarfir þeirra viðskiptavina sem þurfa fjölbreytta fjármálaþjónustu. Þjónustusvið bankans eru þrjú: viðskiptabankasvið, fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið og markaðir. Dótturfélögin Stefnir og Vörður auka enn frekar þjónustuframboð bankans. Stefnir er eitt stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins og Vörður tryggingar býður upp á skaða- og líftryggingar og er það tryggingafélag á Íslandi sem er í hröðustum vexti. Fjölbreytt þjónustuframboð Arion banka felur í sér að tekjugrunnur starfseminnar er breiður og lánasafn bankans er vel dreift á milli einstaklinga og fyrirtækja annars vegar og atvinnugreina hins vegar.
Arion banki nýtur sterkrar stöðu á sínum mörkuðum sem byggir á skilvirkni og fjölbreyttu vöru- og þjónustuframboði. Kjarninn í stefnu bankans er að standa öðrum framar með snjöllum og traustum fjármálalausnum sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar.
Kjarninn í stefnu bankans er að standa öðrum framar með snjöllum og traustum fjármálalausnum sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar.
Bankinn hefur verið leiðandi á sviði stafrænna lausna og nýsköpunar og hefur fjöldi nýrra stafrænna lausna verið kynntur á undanförnum árum. Stafrænu lausnirnar stuðla að aukinni skilvirkni í starfseminni sem til lengri tíma litið mun leiða til lægri rekstrarkostnaðar víða í bankanum. Markvisst hefur verið unnið að einföldun skipulags bankans og hagræðingu í húsnæðismálum og útibúaneti bankans.
Arion banki er fjárhagslega sterkur banki sem leggur áherslu á að starfa á ábyrgan hátt í sátt við samfélag og umhverfi með það að markmiði að skapa verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, hluthöfum, samstarfsaðilum og samfélaginu öllu til góða. Bankinn leggur áherslu á samkeppnishæfar arðgreiðslur til hluthafa.
Arion banki er íslenskur banki með starfsemi á Íslandi en þjónar þó einnig fyrirtækjum í sjávarútvegstengdum greinum í Evrópu og Norður-Ameríku.
Helstu þættir starfseminnar
Viðskiptabankasvið
- Skiptist í útibú og afgreiðslur, alls 17 talsins, sem eru víða um land.
- Þjónar viðskiptavinum með stafrænum hætti, svo sem netbanka og appi, og í útibúum og þjónustuveri bankans.
- Veitir einstaklingum og smærri fyrirtækjum landsins fjölbreytta fjármálaþjónustu, svo sem útlán, ráðgjöf um sparnaðarleiðir, greiðslukort, lífeyrissparnað og tryggingar.
- Leggur áherslu á þægilegar stafrænar lausnir og virðisaukandi þjónustu í útibúum bankans.
Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið
- Veitir fyrirtækjum alhliða fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum hvers viðskiptavinar.
- Meðal þjónustuþátta eru fjölbreytt úrval ávöxtunarleiða, fjármögnun, ráðgjöf, faktoring, fjárstýring, innheimtuþjónusta og netbanki.
- Veitir víðtæka ráðgjöf og þjónustu í tengslum við fjárhagslega umbreytingu fyrirtækja.
- Stór hluti eigna bankans eru útlán til fyrirtækja og endurspegla þau vel samsetningu efnahagslífsins.
- Leggur áherslu á á persónulega þjónustu og góða yfirsýn yfir þarfir viðskiptavinarins.
Markaðir
- Ávaxta fjármuni fyrir viðskiptavini.
- Skiptast í einkabankaþjónustu, rekstur lífeyrissjóða, markaðsviðskipti og eignastýringu fagfjárfesta.
- Markaðsviðskipti sjá um miðlun verðbréfa, gjaldeyris og afleiða fyrir viðskiptavini bankans á innlendum og erlendum mörkuðum.
- Reka lífeyrissjóði sem taka bæði á móti viðbótarlífeyrissparnaði og skyldulífeyrissparnaði.
- Eru meðal annars söluaðili sjóða sem stýrt er af stærstu sjóðafyrirtækjum heims.
- Stefnir er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki í eigu Arion banka. Nánari upplýsingar um Stefni er að finna á www.stefnir.is.