Brynjólfur Bjarnason

Ávarp stjórnarformanns

Arion banki og dótturfélög veita afar fjölbreytta og umfangsmikla fjármálaþjónustu. Starfsemi bankans er samofin lífi og starfi fólksins í landinu og því fór bankinn ekki varhluta af þeim miklum sviptingum og óvissu sem einkenndi flest ef ekki öll svið samfélagsins á árinu 2020. Arion banki brást með markvissum hætti við einum hraðasta og mesta efnahagssamdrætti síðari tíma og bauð viðskiptavinum sínum úrræði sem skiptu sköpum í baráttunni við efnahagsleg áhrif COVID-19 heimsfaraldursins.

Lesa ávarp stjórnarformanns

Benedikt Gíslason

Ávarp bankastjóra

Arion banki náði góðum árangri á árinu þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna efnahags- og samfélagslegra áhrifa COVID-19. Bankinn brást skjótt við þegar útlit var fyrir að samkomutakmarkanir og skyndilegur samdráttur í eftirspurn víða í hagkerfinu myndi setja mark sitt á líf og störf viðskiptavina og bauð greiðsluhlé á lánum. Jafnframt veitti bankinn sérstök viðbótar- og stuðningslán sem voru liður í aðgerðum stjórnvalda vegna faraldursins. Þessar aðgerðir komu til viðbótar við hefðbundna fjármálaþjónustu og útlánastarfsemi sem sjaldan hefur verið jafn umfangsmikil, að nokkru leyti drifin áfram af vaxtalækkunum Seðlabankans.

Lesa ávarp bankastjóra

 

Í hnotskurn

Hagnaður

12,5

milljarðar króna

Rekstrartekjur

50,8

milljarðar króna

 

Arðsemi eiginfjár

6,5%

Lán til viðskiptavina

823

milljarðar króna

Eignir í stýringu

1.131

milljarðar króna

Tryggingar

62.000

viðskiptavinir

Heildareignir

1.173

milljarðar króna

Eigið fé

198

milljarðar króna

Eiginfjárhlutfall

27%

 

 

 

Samfélag og umhverfi

Yfirskrift stefnu bankans um samfélagsábyrgð er Saman látum við góða hluti gerast og felur stefnan meðal annars í sér að bankinn vilji vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem bankinn starfar í.

NÁNAR

Við bjóðum snjallar lausnir

86.200

virkir app notendur

26.000.000

heimsóknir í Arion appið

73%

af kjarnavörum eru
stofnaðar rafrænt

99.000

sjálfvirkar lánaákvarðanir

95%

af greiðslumötum eru
framkvæmd rafrænt

9.100.000

heimsóknir á arionbanki.is

99%

af 42 milljónum þjónustu-
snertinga eru rafrænar

5.700.000

heimsóknir í netbanka

46%

aukning í greiðslum
með snjalltækjum

Fréttir ársins

07.janúar 2020

Arion banki með mestu hlutdeild á hlutabréfamarkaði fjórða árið í röð

Arion banki var með mestu hlutdeildina á hlutabréfamarkaði árið 2019. Bankinn velti rétt tæpum 248 milljörðum króna á hlutabréfamarkaði sem samsvarar 20,5% hlutdeild en þetta er jafnframt fjórða árið í röð sem bankinn er stærstur á hlutabréfamarkaði.

17.janúar 2020

Ein hæsta raunávöxtun margra fjárfestingarleiða Lífeyrisauka frá upphafi

Árið 2019 var farsælt ár fyrir Lífeyrisauka – Viðbótarlífeyrissparnað Arion banka þar sem flestar leiðir sjóðsins skiluðu hárri raunávöxtun í sögulegu samhengi.

06.febrúar 2020

Arion banki með mestu hlutabréfaveltuna í janúar

Arion banki hf. var með mestu hlutdeildina á hlutabréfamarkaði í janúarmánuði. Bankinn velti rúmum 34 milljörðum króna á hlutabréfamarkaði sem samsvarar 24% hlutdeild.

11.febrúar 2020

Arion banki lækkar vexti

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánsvextir Arion banka breytast þann 11. febrúar.

13.febrúar 2020

Skertur opnunartími vegna veðurs

Útibú Arion banka á höfuðborgarsvæðinu og Suður- og Vesturlandi verða lokuð til a.m.k. klukkan 12:00 föstudaginn 14. febrúar þar sem Veðurstofan hefur gefið út rauða og appelsínugula viðvörun sem tekur gildi í nótt og verður í gildi fram eftir föstudeginum.

19.febrúar 2020

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2019

Arion banki hefur gefið út árs- og samfélagsskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2019. Skýrslurnar eru á rafrænu formi og aðgengilegar á vef bankans.

26.febrúar 2020

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól

Samið var um kaup Nordic Visitor hf. á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól hf. 19. desember síðastliðinn. Terra Nova Sól var hluti af TravelCo sem var stofnað í kjölfar gjaldþrots PrimeraAir og Arion banki tók yfir í júní 2019.

04.mars 2020

Arion banki býður nýja tegund viðbótarlána fyrir þá sem taka íbúðalán hjá lífeyrissjóðum

​Arion banki býður nú viðbótaríbúðalán sem gera fleirum mögulegt að nýta lífeyrissjóðslán til að fjármagna kaup á íbúðarhúsnæði.

06.mars 2020

Arion banki tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna fyrir framúrskarandi veflausnir

Árlega veita Samtök vefiðnaðarins, SVEF, verðlaun fyrir þá vefi og veflausnir sem þykja skara framúr.

12.mars 2020

Nýtum stafræna bankaþjónustu í öryggisskyni

Í öryggisskyni hvetjum við viðskiptavini okkar til að nýta sér stafrænar þjónustuleiðir bankans svo sem app og netbanka.

13.mars 2020

Arion banki býður einstaklingum greiðsluhlé vegna Covid-19

Arion banki kemur til móts við þá einstaklinga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna Covid-19.

16.mars 2020

Tímabundin lokun tveggja útibúa Arion banka á höfuðborgarsvæðinu – opið á Bíldshöfða, í Smáranum og í stafrænu útibúi við Hagatorg

Sem varúðarráðstöfun verða tímabundið aðeins þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu opin hverju sinni.

18.mars 2020

Úrræði fyrir fyrirtæki í tímabundnum rekstrarvanda

Arion banki mun leita leiða til að aðstoða viðskiptavini sína sem standa frammi fyrir erfiðleikum vegna COVID-19.

22.mars 2020

Skertur opnunartími útibúa

​Við viljum þakka viðskiptavinum fyrir skilning á þeim breytingum sem við höfum gert á þjónustunni á undaförnum dögum.

25.mars 2020

Fjarþjónusta í ljósi aðstæðna

Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna Covid-19 faraldursins munum við því frá og með morgundeginum, 26. mars, loka á heimsóknir í útibú okkar nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi.

30.mars 2020

Þróun fjármálamarkaða frá áramótum

Við aðstæður sem nú eru uppi vegna COVID-19 er vert að benda á mikilvægi áhættudreifingar sem er grundvöllur verðbréfasafna þar sem fjárfestingartími er langur.

01.apríl 2020

Útgreiðslur á fyrirframgreiddum viðbótarlífeyrissparnaði

Til að útgreiðsla fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar geti átt sér stað þann 30. apríl næstkomandi þarf umsókn að hafa borist til bankans í síðasta lagi 26. apríl.

06.apríl 2020

Arion banki hækkar hámarksupphæð á snertilausum greiðslum

Hámarksupphæð á snertilausum greiðslum debet- og kreditkorta hefur nú verið hækkuð úr kr. 5.000 í kr. 7.500.

20.apríl 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fyrirframgreiðslu viðbótarsparnaðar

​Nú er hægt að sækja um fyrirframgreiðslu rafrænt í gegnum Mínar síður Frjálsa og Lífeyrisauka.

06.maí 2020

Afgreiðslutímar útibúa Arion banka frá og með 12. maí

Hér fyrir neðan má sjá afgreiðslutíma útibúa Arion banka frá og með 12. maí.

06.maí 2020

Afkoma Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2020

Covid-19 hafði veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og Arion banka síðasta mánuð fyrsta ársfjórðungs 2020.

13.maí 2020

Skráningu á framhaldsaðalfund Arion banka lýkur kl. 16:00 í dag, 13. maí 2020

Boðun til framhaldsaðalfundar var birt þann 17. apríl sl. en þeir hluthafar sem hyggjast taka þátt á fundinum þurfa að óska eftir aðgangi fyrir kl. 16:00 í dag, 13. maí 2020.

25.maí 2020

Úlfar Freyr Stefánsson ráðinn framkvæmdastjóri áhættustýringar Arion banka – Gísli S. Óttarsson lætur af störfum

Úlfar Freyr Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áhættustýringar Arion banka. Úlfar tekur við af Gísla S. Óttarssyni sem komist hefur að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra áhættustýringar og setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2009.

09.júní 2020

Efnahagshorfur 2020-2022: Brotist í gegnum kófið

Þau áhrif sem COVID-19 hefur haft, og mun hafa, á íslenskt efnahagslíf þarf ekki að tíunda. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er ekki hvort, heldur hversu mikið er hagkerfið dragast saman.

19.júní 2020

Árangursmiðað viðskiptasamband Frjálsa lífeyrissjóðsins og Arion banka

Í ljósi gagnrýni sem fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga um starfsemi Arion banka vegna eignastýringar og reksturs Frjálsa lífeyrissjóðsins, varðandi ávöxtun, kostnað og veltu, er vert að taka eftirfarandi fram:

09.júlí 2020

Arion banki tekur á móti umsóknum um stuðningslán

Nú hefur miðlægur umsóknarvefur stjórnvalda vegna stuðningslána til fyrirtækja verið opnaður á Ísland.is.

29.júlí 2020

Afkoma Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2020

Afkoma Arion banka af áframhaldandi starfsemi var 4.958 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi og 3.676 milljónir króna af áframhaldandi starfsemi á fyrstu sex mánuðum ársins.

18.ágúst 2020

Væntanlegar tafir á uppgjörum verðbréfaviðskipta

Mánudaginn 24. ágúst 2020 mun Nasdaq CSD á Íslandi taka í notkun Depend-uppgjörskerfið fyrir verðbréf.

08.september 2020

Sumarlaunaleikur Arion banka

Nú hefur verið dregið út í sumarlaunaleik Arion banka en unglingar sem lögðu launin sín inn á reikning hjá bankanum í sumar voru sjálfkrafa með í leiknum.

25.september 2020

Arion banki, Stefnir og Vörður aðilar að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar

Í dag undirritaði Arion banki, ásamt dótturfélögunum Stefni og Verði og fjölda annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði, viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar.

04.október 2020

Fjarþjónusta í ljósi aðstæðna

Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna COVID-19 faraldursins munum við því frá og með morgundeginum, 5. október, loka á heimsóknir í útibú okkar nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi.

08.október 2020

Við aukum þjónustu við eldri borgara

Í ljósi aðstæðna og vegna tímabundinnar lokunar útibúa höfum við ákveðið að bjóða eldri borgurum aukna þjónustu með því að bæta við þjónustuvali í símsvarann okkar.

20.október 2020

Margföld umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandic Salmon AS

Icelandic Salmon AS (áður Arnarlax AS) hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 647 milljónum norskra króna, eða sem samsvarar tæplega tíu milljörðum íslenskra króna.

22.október 2020

Seðlabankinn innleiðir nýtt millibankagreiðslukerfi um helgina

Næstkomandi föstudagskvöld mun Seðlabanki Íslands hefja innleiðingu nýs millibankagreiðslukerfis sem kemur í stað stórgreiðslukerfis og jöfnunarkerfis bankans.

26.október 2020

Erindi Benedikts á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka flutti erindi á Umhverfisdegi atvinnulífsins þann 14. október síðastliðinn og fjallaði um græna framtíð og stefnu bankans í umhverfismálum.

28.október 2020

Arion banki tekur þátt í átaksverkefninu #Hvetja

#HVETJA er samstarfsverkefni Hjólreiðafélags Reykjavíkur, Íþróttabandalags Reykjavíkur og Rauða krossins. Bakhjarlar verkefnisins eru Arion banki, Íslensk erfðagreining, VÍS og 66°Norður.

01.nóvember 2020

Við fjölgum í þjónustuverinu okkar yfir mánaðarmótin – Tökumst á við þetta saman

Í ljósi aðstæðna mun áfram vera lokað á heimsóknir í útibú okkar nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir mjög brýn erindi. Við erum áfram til staðar fyrir þig og höfum fjölgað starfsfólki til að sinna erindum í þjónustuverinu yfir mánaðarmótin.

04.nóvember 2020

Arion banki atkvæðamestur í hlutabréfum og skuldabréfum

Arion banki var með mestu hlutdeild kauphallaraðila í október, bæði í hlutabréfum og skuldabréfum. Þetta kemur fram í gögnum frá Nasdaq Iceland.

12.nóvember 2020

Uppygging og árangur erlendrar hlutabréfastýringar Lífeyrisauka

Eftir að fjármagnshöft voru afnumin árið 2017 hefur Lífeyrisauki lagt mikla áherslu á að auka vægi erlendra eigna og breidd í eignasafni og eru erlendar eignir mikilvægur þáttur í áhættudreifingu sjóðsins.

25.nóvember 2020

Áframhald á samstarfi Arion banka og HSÍ

Í síðustu viku undirrituðu HSÍ og Arion banki samkomulag um áframhaldandi samstarf þeirra á milli í höfuðstöðvum Arion banka.

26.nóvember 2020

Frumtak selur 11% hlut í Controlant fyrir tæpa tvo milljarða

Frumtak, samlagssjóður í eigu NSA, lífeyrissjóða og banka, hefur selt 11,33% hlut sjóðsins í Controlant, upplýsingatæknifyrirtæki sem þróað hefur hugbúnaðarlausnir með sérstaka áherslu á lyfjaiðnaðinn.

03.desember 2020

Total Specific Solutions kaupir dk hugbúnað

Hollenska fyrirtækið Total Specific Solutions (TSS) hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu dk hugbúnaði ehf. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hafði umsjón með söluferlinu.

06.desember 2020

Yfirtökutilboð til hluthafa Skeljungs hf.

Strengur hf. gerir öðrum hluthöfum Skeljungs tilboð um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu 8,315 fyrir hvern hlut. Þann 8. nóvember sl. tilkynntu RES 9 ehf., 365 hf., eða dótturfélag í eigu þess, og RPF ehf. („samstarfsaðilarnir“) um samstarf milli félaganna er varðar hlutabréf útgefin af Skeljungi hf. („Skeljungur“), eins og hugtakið er skilgreint í 2. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 („vvl.“).

09.desember 2020

Arion banki lækkar vexti

Breytilegir innlánavextir bankans munu í mörgum tilfellum haldast óbreyttir þrátt fyrir stýrivaxtalækkun en þó munu vextir nokkurra innlánareikninga lækka um 0,05-0,25 prósentustig. Útlánavextir lækka um að allt að 0,25 prósentustig.

17.desember 2020

Afgreiðslutími um jól og áramót

Útibú eru opin samkvæmt hefðbundum afgreiðslutíma á hverjum stað en vegna Covid-19 þarf að bóka tíma. Athugið að afgreiðslutími getur verið misjafn milli útibúa.

22.desember 2020

Arion banki flytur starfsemi sína úr Borgartúni 18

Arion banki hefur flutt nær alla starfsemi úr í Borgartúni 18 yfir í höfuðstöðvar bankans í Borgartúni 19.

13.janúar 2020

Ný umhverfis- og loftslagsstefna Arion banka

Arion banka hefur sett sér stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Í stefnunni kemur meðal annars fram að bankar gegni lykilhlutverki í því að fjármagna framfarir og að Arion banki vilji vera hreyfilafl til góðra verka

21.janúar 2020

Endurgreiðslur vegna Farvel ehf.

Arion banki vill benda viðskiptavinum sínum á að ef greitt var fyrir ferð með Farvel ehf. með greiðslukorti útgefnu af bankanum þá geta viðskiptavinir fengið ferðina endurgreidda að fullu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

10.febrúar 2020

Arion banki tekur þátt í Grænvangi - samstarfsvettvangi um loftslagsmál og grænar lausnir

Í september 2019 gerðist Arion banki einn af stofnaðilum samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir sem fékk nafnið Grænvangur.

12.febrúar 2020

Afkoma Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 og á árinu 2019

Afkoma samstæðu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 var neikvæð um sem nemur 2.775 milljónum króna en niðurfærsla eigna og erfiðleikar í rekstri dótturfélaga í söluferli hafa neikvæð áhrif á afkomu bæði fjórða ársfjórðungs og ársins 2019.

17.febrúar 2020

Fræðslufundur: Allskonar um Lífeyrisauka

Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður Eignastýringar fagfjárfesta fara yfir málin á fræðslufundi í Arion banka, Borgartúni 19, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 17:30.

21.febrúar 2020

Arion banki á Umhverfisráðstefnu Gallup 2020

Í síðustu viku var Umhverfisráðstefna Gallup haldin í Hörpu þar sem niðurstöður Umhverfiskönnunar Gallup voru kynntar.

27.febrúar 2020

Arion banki lýkur útboði fyrir Lykil fjármögnun hf.

Arion banki lauk í gær útboði Lykils fjármögnunar hf. á skuldabréfaflokknum LYKILL 16 1. Áhugi á útboðinu var mikill en alls bárust tilboð að nafnvirði 5.790 m.kr. á genginu 100,0 og var öllum tilboðum tekið.

06.mars 2020

Arion banki er sigurvegari íslensku árangursverðlaunanna

Arion banki er sigurvegari íslensku árangursverðlaunanna, Árunnar, sem veitt eru fyrir árangursríkustu auglýsingaherferðina 2019. Verðlaunin voru afhent í dag þann 6. mars á ÍMARK hátíðinni fyrir herferðina Arion appið – þægilegri bankaþjónusta.

10.mars 2020

Við hvetjum til notkunar snertilausra greiðslulausna

Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar, COVID-19, en samkvæmt ráðleggingum embættis landlæknis þarf meðal annars að huga vel að yfirborðsflötum t.d. greiðsluposum, hraðbönkum og snertiskjám.

12.mars 2020

Tímabundin frysting lána fyrir fólk í greiðsluvanda

Arion banki býður þeim einstaklingum sem lenda í greiðsluvanda vegna Covid 19 veirunnar tímabundna frystingu lána og aðra aðstoð sem aðstæður kalla á.

13.mars 2020

Arion banki lækkar vexti

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánsvextir Arion banka breytast þann 16. mars næstkomand

17.mars 2020

Aðalfundur Arion banka 2020

Aðalfundur Arion banka 2020 var haldinn í dag, þriðjudaginn 17. mars, í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni.

20.mars 2020

Arion banki lækkar vexti

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast þann 23. mars næstkomandi.

23.mars 2020

Úttekt á viðbótarsparnaði vegna COVID-19 heimil frá 1. apríl nk.

​Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá snýr hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 að fyrirframgreiðslum viðbótarsparnaðar.

27.mars 2020

Arion banki lækkar vexti vegna fyrirhugaðrar lækkunar á bankaskatti

Áform stjórnvalda um að lækka bankaskatt skapa svigrúm til breytinga á vöxtum til hagsbóta fyrir viðskiptavini.

01.apríl 2020

Fræðslufundur á Facebook um fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar föstudaginn 3. apríl

Föstudaginn 3. apríl kl. 10.00 býður Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka, viðskiptavinum heim í stofu og fer yfir málin.

03.apríl 2020

Arion banki er kyndilberi stafrænnar vegferðar

Íslensku vefverðlaunin voru afhent 13. mars síðastliðinn en árlega veita Samtök vefiðnaðarins, SVEF, verðlaun fyrir þá vefi og veflausnir sem þykja skara fram úr.

17.apríl 2020

Sverrir Örn Sverrisson tekur við starfi útibússtjóra Arion banka á Egilsstöðum

Sverrir Örn Sverrisson hefur hafið störf sem útibússtjóri Arion banka á Egilsstöðum.

30.apríl 2020

Útibú Arion banka opna aftur 12. maí

Útibú Arion banka munu opna aftur 12. maí en áfram verður nauðsynlegt að gæta að fjöldatakmörkunum og tveggja metra reglunni.

06.maí 2020

Arion banki opnar Fyrirtækjakjarna í Borgartúni 18

Öll almenn fyrirtækjaþjónusta Arion banka á höfuðborgarsvæðinu verður sameinuð á einum stað til að efla enn frekar þjónustu við fyrirtæki.

12.maí 2020

Arion banki og Seðlabanki Íslands semja um veitingu viðbótarlána

Arion banki og Seðlabanki Íslands hafa skrifað undir samning um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja. Viðbótarlánin sem njóta ríkisábyrgðar að hluta eru ætluð fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegu og ófyrirséðu tekjutapi vegna COVID-19.

15.maí 2020

Fyrirtækið Dyngja var valið fyrirtæki ársins 2020 í keppni Ungra frumkvöðla

Fyrirtækið Dyngja, sem er í eigu nemenda við Verslunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins 2020 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi sem fram fór í síðustu viku.

29.maí 2020

Arion banki lækkar vexti

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast þann 1. júní næstkomandi.

16.júní 2020

Aukið vægi fjarvinnu hjá Arion banka

Síðustu vikur og mánuði hefur reynt á sveigjanleika í þjónustu og starfsemi banka. Þegar mest á reyndi störfuðu um 80% starfsfólks Arion banka heima, útibú voru með skertan opnunartíma og viðskiptavinir á öllum aldri nýttu sér stafrænar lausnir í enn ríkara mæli en áður.

23.júní 2020

Grænn vöxtur Arion banka

Viðskiptavinum Arion banka býðst nú að leggja sparnað sinn inn á vistvænan innlánsreikning sem kallast Grænn vöxtur. Um er að ræða nýjung hér á landi þar sem einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki geta lagt fjármuni inn á reikning sem eingöngu verður ráðstafað til fjármögnunar umhverfisvænna verkefna.

17.júlí 2020

Arion banki hyggst skjóta ákvörðun FME til dómstóla

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) hefur ákveðið að sekta Arion banka um 87,7 milljónir króna á grundvelli þess að bankinn hafi ekki birt innherjaupplýsingar nægjanlega tímalega. Arion banki hyggst höfða mál til ógildingar ákvörðunarinnar.

10.ágúst 2020

Arion banka mótinu 2020 hefur verið aflýst

Sú ákvörðun hefur verið tekin að aflýsa Arion banka mótinu í fótbolta 2020, sem fara átti fram helgina 15. og 16. ágúst nk. á félagssvæði Víkings í Fossvogi.

24.ágúst 2020

Arion banki er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Arion banki og dótturfélögin Stefnir og Vörður voru á föstudag meðal þeirra 17 fyrirtækja sem fengu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og hlutu þar með nafnbótina ,,Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“.

17.september 2020

Vörum við svikapóstum

Undanfarnar vikur hafa óprúttnir aðilar reynt að nálgast korthafa með tölvupósti eða SMS -skilaboðum í nafni þekktra innlendra fyrirtækja og beðið korthafa um að senda persónu- og kortaupplýsingar vegna væntanlegrar endurgreiðslu inn á greiðslukort.

30.september 2020

Controlant lýkur tveggja milljarða hlutafjárútboði

Veruleg umframeftirspurn var eftir nýju hlutafé í Controlant, upplýsingatæknifyrirtæki sem þróað hefur hugbúnaðarlausnir með sérstaka áherslu á lyfjaiðnaðinn.

07.október 2020

Grænn sjóður er sigurvegari Lausnarmóts Nýsköpunarvikunnar

Arion banki, Fjártækniklasinn, Landlæknir og Nýsköpunarvikan tóku höndum saman og stóðu fyrir Lausnarmóti nú um helgina.

13.október 2020

Reitun gefur Arion banka framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati

Arion banki hlýtur framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar með 86 stig af 100 mögulegum og er þar í flokki A3. Matið byggist á árangri bankans á sviði umhverfis-, félags- og stjórnarhátta (UFS).

21.október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og 4.000.000 EUR í flokkinn ESKJAEUR0121, samtals að jafnvirði 1.240 m.kr.

23.október 2020

Framúrskarandi fyrirtæki 2020

Í 11 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn.

28.október 2020

Efnahagshorfur 2020-2023: Öll hríðarkóf birtir um síðir

Ný hagspá Arion banka gerir ráð fyrir 7,5% samdrætti á árinu 2020. Efnahagshorfur fyrir veturinn hafa versnað á síðustu vikum og útlit fyrir að samdrátturinn nái inn á næsta ár.

28.október 2020

Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2020

Afkoma Arion banka af áframhaldandi starfsemi var 4.961 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og 8.637 milljónir króna af áframhaldandi starfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins.

02.nóvember 2020

Iða Brá í viðtali um græna vegferð Arion banka

Síðastliðinn föstudag birtist viðtal í Fréttablaðinu við Iðu Brá Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs, þar sem hún fjallaði um græna vegferð Arion banka í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

10.nóvember 2020

Arion banki er aðili að Jafnvægisvog FKA

Benedikt Gíslason, bankastjóri, undirritaði nýlega viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina þar sem fram kemur að Arion banki ætli að vinna markvisst að því næstu árin að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar.

13.nóvember 2020

Arion banki, Vörður og Valitor fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Arion banki og dótturfélögin Vörður og Valitor fengu í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA.

26.nóvember 2020

Arion banki fjárhagslegur bakhjarl forsetalista HR

Forsetalisti Háskólans í Reykjavík verður kostaður af Arion banka næstu þrjú árin samkvæmt samstarfssamningi sem Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, undirrituðu í HR í dag.

01.desember 2020

Fræðslufundur á Facebook um fasteignakaup og hvernig viðbótarlífeyrissparnaður nýtist til fasteignakaupa

Snædís Ögn Flosadóttir, Jarþrúður Birgisdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson fara yfir allt það helsta sem þarf að vita um íbúðarkaup og þá sér í lagi fyrstu kaup.

04.desember 2020

Áframhaldandi samstarf milli Arion banka og Íþróttasambands fatlaðra

Á dögunum undirrituðu Arion banki og Íþróttasamband fatlaðra áframhaldandi styrktarsamning til næstu fjögurra ára.

08.desember 2020

Vörum við stuldi á kortanúmerum

Við vörum við svikapóstum þar sem fólk er beðið um að smella á hlekk þar sem farið er inn á falska síðu sem er látin líta út eins og síða frá póstfyrirtæki, svo sem DHL, eða greiðslusíða fjármálafyrirtækis.

09.desember 2020

Frjálsi fær alþjóðlega viðurkenningu í 13. sinn

Fagtímaritið Investment Pension Europe (IPE) hefur valið Frjálsa lífeyrissjóðinn besta lífeyrissjóð Evrópuþjóða með færri en milljón íbúa fyrir vinnu í tengslum við ábyrgar fjárfestingar.

21.desember 2020

Fjárfestingarstefna Lífeyrisauka 2021 og breytingar á fyrirkomulagi Ævilínu

Starfsstjórn Lífeyrisauka, viðbótarsparnaðar Arion banka, endurskoðar árlega fjárfestingarstefnu sjóðsins og gerir breytingar ef við á, með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.

13.janúar 2020

Ný umhverfis- og loftslagsstefna Arion banka

Arion banka hefur sett sér stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Í stefnunni kemur meðal annars fram að bankar gegni lykilhlutverki í því að fjármagna framfarir og að Arion banki vilji vera hreyfilafl til góðra verka

21.janúar 2020

Endurgreiðslur vegna Farvel ehf.

Arion banki vill benda viðskiptavinum sínum á að ef greitt var fyrir ferð með Farvel ehf. með greiðslukorti útgefnu af bankanum þá geta viðskiptavinir fengið ferðina endurgreidda að fullu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

10.febrúar 2020

Arion banki tekur þátt í Grænvangi - samstarfsvettvangi um loftslagsmál og grænar lausnir

Í september 2019 gerðist Arion banki einn af stofnaðilum samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir sem fékk nafnið Grænvangur.

12.febrúar 2020

Afkoma Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 og á árinu 2019

Afkoma samstæðu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 var neikvæð um sem nemur 2.775 milljónum króna en niðurfærsla eigna og erfiðleikar í rekstri dótturfélaga í söluferli hafa neikvæð áhrif á afkomu bæði fjórða ársfjórðungs og ársins 2019.

17.febrúar 2020

Fræðslufundur: Allskonar um Lífeyrisauka

Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður Eignastýringar fagfjárfesta fara yfir málin á fræðslufundi í Arion banka, Borgartúni 19, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 17:30.

21.febrúar 2020

Arion banki á Umhverfisráðstefnu Gallup 2020

Í síðustu viku var Umhverfisráðstefna Gallup haldin í Hörpu þar sem niðurstöður Umhverfiskönnunar Gallup voru kynntar.

27.febrúar 2020

Arion banki lýkur útboði fyrir Lykil fjármögnun hf.

Arion banki lauk í gær útboði Lykils fjármögnunar hf. á skuldabréfaflokknum LYKILL 16 1. Áhugi á útboðinu var mikill en alls bárust tilboð að nafnvirði 5.790 m.kr. á genginu 100,0 og var öllum tilboðum tekið.

06.mars 2020

Arion banki er sigurvegari íslensku árangursverðlaunanna

Arion banki er sigurvegari íslensku árangursverðlaunanna, Árunnar, sem veitt eru fyrir árangursríkustu auglýsingaherferðina 2019. Verðlaunin voru afhent í dag þann 6. mars á ÍMARK hátíðinni fyrir herferðina Arion appið – þægilegri bankaþjónusta.

10.mars 2020

Við hvetjum til notkunar snertilausra greiðslulausna

Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar, COVID-19, en samkvæmt ráðleggingum embættis landlæknis þarf meðal annars að huga vel að yfirborðsflötum t.d. greiðsluposum, hraðbönkum og snertiskjám.

12.mars 2020

Tímabundin frysting lána fyrir fólk í greiðsluvanda

Arion banki býður þeim einstaklingum sem lenda í greiðsluvanda vegna Covid 19 veirunnar tímabundna frystingu lána og aðra aðstoð sem aðstæður kalla á.

13.mars 2020

Arion banki lækkar vexti

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánsvextir Arion banka breytast þann 16. mars næstkomand

17.mars 2020

Aðalfundur Arion banka 2020

Aðalfundur Arion banka 2020 var haldinn í dag, þriðjudaginn 17. mars, í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni.

20.mars 2020

Arion banki lækkar vexti

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast þann 23. mars næstkomandi.

23.mars 2020

Úttekt á viðbótarsparnaði vegna COVID-19 heimil frá 1. apríl nk.

​Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá snýr hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 að fyrirframgreiðslum viðbótarsparnaðar.

27.mars 2020

Arion banki lækkar vexti vegna fyrirhugaðrar lækkunar á bankaskatti

Áform stjórnvalda um að lækka bankaskatt skapa svigrúm til breytinga á vöxtum til hagsbóta fyrir viðskiptavini.

01.apríl 2020

Fræðslufundur á Facebook um fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar föstudaginn 3. apríl

Föstudaginn 3. apríl kl. 10.00 býður Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka, viðskiptavinum heim í stofu og fer yfir málin.

03.apríl 2020

Arion banki er kyndilberi stafrænnar vegferðar

Íslensku vefverðlaunin voru afhent 13. mars síðastliðinn en árlega veita Samtök vefiðnaðarins, SVEF, verðlaun fyrir þá vefi og veflausnir sem þykja skara fram úr.

17.apríl 2020

Sverrir Örn Sverrisson tekur við starfi útibússtjóra Arion banka á Egilsstöðum

Sverrir Örn Sverrisson hefur hafið störf sem útibússtjóri Arion banka á Egilsstöðum.

30.apríl 2020

Útibú Arion banka opna aftur 12. maí

Útibú Arion banka munu opna aftur 12. maí en áfram verður nauðsynlegt að gæta að fjöldatakmörkunum og tveggja metra reglunni.

06.maí 2020

Arion banki opnar Fyrirtækjakjarna í Borgartúni 18

Öll almenn fyrirtækjaþjónusta Arion banka á höfuðborgarsvæðinu verður sameinuð á einum stað til að efla enn frekar þjónustu við fyrirtæki.

12.maí 2020

Arion banki og Seðlabanki Íslands semja um veitingu viðbótarlána

Arion banki og Seðlabanki Íslands hafa skrifað undir samning um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja. Viðbótarlánin sem njóta ríkisábyrgðar að hluta eru ætluð fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegu og ófyrirséðu tekjutapi vegna COVID-19.

15.maí 2020

Fyrirtækið Dyngja var valið fyrirtæki ársins 2020 í keppni Ungra frumkvöðla

Fyrirtækið Dyngja, sem er í eigu nemenda við Verslunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins 2020 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi sem fram fór í síðustu viku.

29.maí 2020

Arion banki lækkar vexti

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast þann 1. júní næstkomandi.

16.júní 2020

Aukið vægi fjarvinnu hjá Arion banka

Síðustu vikur og mánuði hefur reynt á sveigjanleika í þjónustu og starfsemi banka. Þegar mest á reyndi störfuðu um 80% starfsfólks Arion banka heima, útibú voru með skertan opnunartíma og viðskiptavinir á öllum aldri nýttu sér stafrænar lausnir í enn ríkara mæli en áður.

23.júní 2020

Grænn vöxtur Arion banka

Viðskiptavinum Arion banka býðst nú að leggja sparnað sinn inn á vistvænan innlánsreikning sem kallast Grænn vöxtur. Um er að ræða nýjung hér á landi þar sem einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki geta lagt fjármuni inn á reikning sem eingöngu verður ráðstafað til fjármögnunar umhverfisvænna verkefna.

17.júlí 2020

Arion banki hyggst skjóta ákvörðun FME til dómstóla

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) hefur ákveðið að sekta Arion banka um 87,7 milljónir króna á grundvelli þess að bankinn hafi ekki birt innherjaupplýsingar nægjanlega tímalega. Arion banki hyggst höfða mál til ógildingar ákvörðunarinnar.

10.ágúst 2020

Arion banka mótinu 2020 hefur verið aflýst

Sú ákvörðun hefur verið tekin að aflýsa Arion banka mótinu í fótbolta 2020, sem fara átti fram helgina 15. og 16. ágúst nk. á félagssvæði Víkings í Fossvogi.

24.ágúst 2020

Arion banki er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Arion banki og dótturfélögin Stefnir og Vörður voru á föstudag meðal þeirra 17 fyrirtækja sem fengu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og hlutu þar með nafnbótina ,,Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“.

17.september 2020

Vörum við svikapóstum

Undanfarnar vikur hafa óprúttnir aðilar reynt að nálgast korthafa með tölvupósti eða SMS -skilaboðum í nafni þekktra innlendra fyrirtækja og beðið korthafa um að senda persónu- og kortaupplýsingar vegna væntanlegrar endurgreiðslu inn á greiðslukort.

30.september 2020

Controlant lýkur tveggja milljarða hlutafjárútboði

Veruleg umframeftirspurn var eftir nýju hlutafé í Controlant, upplýsingatæknifyrirtæki sem þróað hefur hugbúnaðarlausnir með sérstaka áherslu á lyfjaiðnaðinn.

07.október 2020

Grænn sjóður er sigurvegari Lausnarmóts Nýsköpunarvikunnar

Arion banki, Fjártækniklasinn, Landlæknir og Nýsköpunarvikan tóku höndum saman og stóðu fyrir Lausnarmóti nú um helgina.

13.október 2020

Reitun gefur Arion banka framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati

Arion banki hlýtur framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar með 86 stig af 100 mögulegum og er þar í flokki A3. Matið byggist á árangri bankans á sviði umhverfis-, félags- og stjórnarhátta (UFS).

21.október 2020

Eskja hf. eykur fjölbreytni í fjármögnun

Eskja hf. hefur lokið útboði á tveimur víxlaflokkum til þriggja mánaða í erlendri mynt. Umtalsverð eftirspurn var í útboðinu og bárust tilboð að fjárhæð 4.265.000 USD í flokkinn ESKJAUSD0121 og 4.000.000 EUR í flokkinn ESKJAEUR0121, samtals að jafnvirði 1.240 m.kr.

23.október 2020

Framúrskarandi fyrirtæki 2020

Í 11 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn.

28.október 2020

Efnahagshorfur 2020-2023: Öll hríðarkóf birtir um síðir

Ný hagspá Arion banka gerir ráð fyrir 7,5% samdrætti á árinu 2020. Efnahagshorfur fyrir veturinn hafa versnað á síðustu vikum og útlit fyrir að samdrátturinn nái inn á næsta ár.

28.október 2020

Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2020

Afkoma Arion banka af áframhaldandi starfsemi var 4.961 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og 8.637 milljónir króna af áframhaldandi starfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins.

02.nóvember 2020

Iða Brá í viðtali um græna vegferð Arion banka

Síðastliðinn föstudag birtist viðtal í Fréttablaðinu við Iðu Brá Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs, þar sem hún fjallaði um græna vegferð Arion banka í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

10.nóvember 2020

Arion banki er aðili að Jafnvægisvog FKA

Benedikt Gíslason, bankastjóri, undirritaði nýlega viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina þar sem fram kemur að Arion banki ætli að vinna markvisst að því næstu árin að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar.

13.nóvember 2020

Arion banki, Vörður og Valitor fengu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Arion banki og dótturfélögin Vörður og Valitor fengu í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA.

26.nóvember 2020

Arion banki fjárhagslegur bakhjarl forsetalista HR

Forsetalisti Háskólans í Reykjavík verður kostaður af Arion banka næstu þrjú árin samkvæmt samstarfssamningi sem Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, undirrituðu í HR í dag.

01.desember 2020

Fræðslufundur á Facebook um fasteignakaup og hvernig viðbótarlífeyrissparnaður nýtist til fasteignakaupa

Snædís Ögn Flosadóttir, Jarþrúður Birgisdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson fara yfir allt það helsta sem þarf að vita um íbúðarkaup og þá sér í lagi fyrstu kaup.

04.desember 2020

Áframhaldandi samstarf milli Arion banka og Íþróttasambands fatlaðra

Á dögunum undirrituðu Arion banki og Íþróttasamband fatlaðra áframhaldandi styrktarsamning til næstu fjögurra ára.

08.desember 2020

Vörum við stuldi á kortanúmerum

Við vörum við svikapóstum þar sem fólk er beðið um að smella á hlekk þar sem farið er inn á falska síðu sem er látin líta út eins og síða frá póstfyrirtæki, svo sem DHL, eða greiðslusíða fjármálafyrirtækis.

09.desember 2020

Frjálsi fær alþjóðlega viðurkenningu í 13. sinn

Fagtímaritið Investment Pension Europe (IPE) hefur valið Frjálsa lífeyrissjóðinn besta lífeyrissjóð Evrópuþjóða með færri en milljón íbúa fyrir vinnu í tengslum við ábyrgar fjárfestingar.

21.desember 2020

Fjárfestingarstefna Lífeyrisauka 2021 og breytingar á fyrirkomulagi Ævilínu

Starfsstjórn Lífeyrisauka, viðbótarsparnaðar Arion banka, endurskoðar árlega fjárfestingarstefnu sjóðsins og gerir breytingar ef við á, með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.